Þegar leikarar spreyta sig í söng – Annar hluti

Á dögunum fjölluðum við um syngjandi leikara en það var auðvitað bara hægt að koma þar fyrir broti af þeim fjölmörgu skemmtilegu dæmum sem hægt er að finna um leikara að syngja á eftirminnilegan hátt í einni grein, og svo fengum við þónokkrar ábendingar. Því var ákveðið að gera framhald og hér kemur því annar skammtur af syngjandi leikurum!

Mr. T

Vertu góður við móður þína! Hver man ekki eftir Mr. T? Við þekkjum hann flest úr A-Team eða sem Clubber Lang úr Rocky III, að ógleymdum teiknimyndunum um hann. En hann gaf líka einu sinni út plötu og hér er bráðskemmtilegt lag frá honum um að vera góður við móður sína!


Hulk Hogan

Hulk Hogan er aðallega þekktur sem glímukappi en bandaríska fjölbragðaglíman er auðvitað algjört leikhús, fyrir utan að hann lék í gæðamyndum á borð við Mr. Nanny og Suburban Commando. En ekkert toppar plötuna sem hann gaf út árið 1995 sem inniheldur gullmola á borð við þetta lag.


Bruce Willis

https://www.youtube.com/watch?v=trEuG-m9uBA

Brúsi getur allt! Þegar Bruce Willis var fyrst að meika það í þáttunum Moonlighting, rétt áður en hann varð heimsfrægur fyrir að leika John McClane í Die Hard, þá reyndi hann fyrir sér í tónlist og gaf út hina goðsagnakenndu plötu “The Return of Bruno”. Það er ástæða fyrir því að það varð ekki mikið meira úr tónlistarferli hans, þótt að þessi plata hafi átt að vera hálfgert konsept grín…


Lindsay Lohan

Lindsay Lohan að reyna að vera Britney Spears, þarf að segja meira?


Scarlett Johannson

Scarlett Johansson gaf einu sinni út heila plötu af Tom Waits coverlögum og þetta hérna er eitt af þeim. Ágætis cover og Scarlett alls ekki með slæma rödd.


Robert Mitchum

Mitchum gamli var einn sá svalasti. Hann gat meira að segja púllað calypso tónlist!


Vin Diesel

Diesel leiddist í Covid og gerði lag. Flott hjá honum en hann má samt alveg halda sig við kvikmyndir.


Anthony Perkins

Ekki slæmt sólstrandarpopp hjá Norman Bates.


Jamie-Lynn Sigler

Meadow Soprano með agalegt popp í sama gæðaflokki og Friday með Rebeccu Black, nema hún var ekki 13 ára þegar hún gerði þetta lag…


Carmen Electra

Áður en Carmen Electra varð þekkt sem leikkona og módel reyndi hún fyrir sér í tónlist og gerð m.a. þetta lag. Þetta gerist varla meira ’90s!


Rick Moranis

Rick Moranis er kannski hættur að leika en hann hefur ekki bara verið að bora í nefið og m.a. fengist aðeins við tónlist á undanförnum árum. Rick Moranis er í raun með stórfína rödd, eitthvað sem aðdáendur myndarinnar Little Shop of Horrors ættu að vita. Þetta lag er af grínplötunni My Mother’s Brisket and Other Songs sem er grínkonseptplata þar sem Rick skoðaði arfleifð sína sem gyðingur.


Joe Pesci

Joe Pesci var viðloðinn tónlist áður en hann fór að leika og átti t.d. smá þátt í uppruna Frankie Valli and the Four Seasons. Svo eftir að hann fór að meika það sem leikari nýtti hann frægðina og henti í nokkrar plötur. Nokkurn veginn sú músík sem maður býst við að Joe Pesci myndi gera, og ekki svo slæmt.


Clint Eastwood

Mögulega gat Clint sungið þegar hann var ungur en það er líklega löngu farið. Þetta er ósköp krúttlegt en minnir svolítið á Patty og Selmu…


Juliette Lewis

Íslandsvinurinn Juliette Lewis kann sko að rokka!


Jennifer Lopez

Verður maður ekki enda þennan lista á J-Lo? Ein af fáum leikurum hvers tónlistarferill naut nánast jafn mikillrar velgengi og leiklistarferill hennar. Færri vita þó að hún hóf feril sinn sem dansari á túr með New Kids on the Block og því má segja að tónlist hafa alltaf verið hluti af feril hennar.


Svo að lokum smá meira frá tveim nöfnum sem voru líka á hinum listanum:

David Hasselhoff

Maður verður eiginlega að hafa smá meira Hasselhoff, sérstaklega með þetta myndband!


David Lynch

Þetta lag eftir David Lynch er svo flott að ég varð eiginlega bara að láta það fljóta með hérna. Lynch er bara litlu síðri tónlistarmaður en leikstjóri!