Í gær var úrslitaleikur ameríska fótboltans í Bandaríkjunum, Super Bowl, en í auglýsingahléum á leiknum eru jafnan frumsýndar nýjar auglýsingar enda eru nánast allra augu á þessum leik ár hvert.
Kvikmyndafyrirtækin frumsýna gjarnan nýjar kitlur og stiklur í auglýsingahléunum, og meðal annars var frumsýnd ný sjónvarpskitla fyrir nýju Star Trek myndina, Star Trek Into Darkness.
Sjáðu kitluna hér fyrir neðan:
Eins og sést er mikið af því sama myndefni í kitlunni og við höfum sýnt í öðrum kitlum og stiklum hér á síðunni, en þó eru nokkur atriði sem ekki hafa sést áður, svo sem laskað geimskipið Enterprise sem er að hrapa í átt að plánetu og Kirk og Spock andspænis illmenninu sem leikið er af Benedict Cumberbatch, þar sem sá illi segir að hann sé betri í öllu!
En heimsendastemningin ríkir í kitlunni og það er von á góðu.
Aðrir leikarar í myndinni eru Chris Pine, Zachary Quinto, Zoe Saldana, Simon Pegg, Anton Yelchin, John Cho, Alice Eve, Peter Weller, Bruce Greenwood, Nazneen Contractor og Noel Clarke myndin verður frumsýnd í Bretlandi 17. maí nk.