Ný stikla er komin fyrir næstu strumpamynd, Smurfs 2. Myndin er væntanleg eftir aðeins sjö mánuði, og allt í lagi að byrja að hlakka til að sjá litlu bláu verurnar á nýjan leik, kljást við galdrakarlinn Kjartan og köttinn hans Brand.
Sami leikstjóri og leikstýrði fyrstu myndinni er nú mættur aftur til leiks, Raja Gosnell, og margir sömu leikararnir líka, þar á meðal Neil Patrick Harris, Hank Azaria, Jayma Mays og Sofia Vergara og svo auðvitað leikarar sem tala fyrir strumpana eins og Anton Yelchin, Katy Perry, Alan Cumming, Fred Armisen og George Lopez
Sjáðu stikluna hér að neðan:
Söguþráðurinn er þessi: Hinn illi galdrakarl Kjartan býr til tvo hrekkjótta litla kalla sem líta út svipað og strumpar, og kallar þá Óþekktarangana ( e. naughties ).
Kjartan vonast til að þessir kallar hans hjálpi honum að klófesta hinn dýrmæta strumpatöfraseið. En þegar hann uppgötvar að aðeins alvöru strumpur getur fært honum það sem honum langar í, og að hann verði að komast yfir leynilegt töfraorð frá Strympu til að breyta óþekktaröngunum í alvöru strumpa, þá ákveður Kjartan að ræna Strympu og fara með hana til Parísar.
Í París hefur Kjartan slegið í gegn með galdrasýningu sinni, sem mesti galdrakarl í heimi.
Nú þurfa strumparnir að snúa aftur í veröld mannanna og finna aftur vini sína, þau Patrick og Grace Winslow, og bjarga Strympu.
Mun Strympa, sem hefur alltaf liðið pínu utangarðs meðal Strumpana, líða betur með óþekktarormunum Vexy og Hackus, eða munu strumparnir sannfæra hana um að hún eigi að eiga heima hjá þeim áfram.
Myndin kemur í bíó 31. júlí, 2013.