Stjörnurnar í kvikmyndinni Amsterdam, sem Hildur Guðnadóttir semur tónlistina fyrir, og sagt var frá hér á síðunni í sumar, gengu rauða dregilinn þegar myndin var frumsýnd í Lundúnum í Bretlandi á dögunum.
Leikstjóri kvikmyndarinnar er David O. Russell
Söguþráður kvikmyndarinnar sem kemur í bíó 7. október hér á Íslandi er eftirfarandi:
Amsterdam gerist á fjórða áratug síðustu aldar og segir frá þremur vinum sem verða vitni að morði, en eru sjálfir grunaðir um verknaðinn. Þeir afhjúpa síðan eina svívirðilegastu fyrirætlun í sögu Bandaríkjanna.
Eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum og myndböndum skörtuðu þau Margot Robbie, Christian Bale, Rami Malek og fleiri sínu fegursta fyrir framan myndavélarnar.
Sjáðu myndböndin og ljósmyndirnar hér fyrir neðan ásamt stiklu kvikmyndarinnar.