Í gær birtum við fyrstu kitlu úr framtíðartryllinum Divergent, og nú er komið að stiklunni sem frumsýnd var í gær á MTV verðlaunahátíðinni í Bandaríkjunum.
Get More:
2013 VMA, Artists.MTV, Music
Fyrir þá sem ekki þekkja Divergent þá er myndin unnin upp úr skáldsögu Veronica Roth og fjallar um Beatrice Prior, leikin af Shailene Woodley, unglingsstúlku sem býr í Chicago í framtíðinni eftir að hamfarir hafa orðið á Jörðinni og samfélaginu hefur verið skipt upp í fimm fylkingar sem segja til um hvernig lífi fólk lifir.
Tris var alin upp af hinni óeigingjörnu Abnegation fylkingu, en þegar kemur að prófinu sem sker úr um hvaða fylking hentar henni best, þá er henni sagt að það sé Divergent fylkingin, sem þýðir að hún mun aldrei passa inn í aðra fylkingu.
Helstu leikarar eru Shailene Woodley, Kate Winslet, Maggie Q, Miles Teller, Tony Goldwyn, Ashley Judd, Zoe Kravitz, Jai Courtney og Theo James