Undanfarið hefur myndband gengið á milli kvikmyndaáhugamanna á veraldarvefnum (meðal annars á Reddit en ótrúlegt en satt þá fann ég þetta ekki fyrst þar) sem sýnir kvikmyndatökustíl Stanley Kubrick. Myndbandið er ansi fínt.
Kubrick er þekktur fyrir að einblína á ótrúlegustu smáatriði í kvikmyndum sínum. Tók einhver til dæmis eftir því að Jack Nicholson er að lesa Playgirl í einu atriðinu í The Shining ? Í tölublaðinu er grein um kynferðisofbeldi foreldra á börnum sínum og margir telja því að Jack hafi misnotað Danny og því er Danny eins og hann er í myndinni. KABOOM.
Það sem flestir taka þó eftir er tökustíll Kubrick. Það er óhætt að segja að hann sé ,,one of a kind“ og oft finnst mér hreinlega óþægilegt að horfa á sum atriði vegna myndatökunnar. Myndbandið hér fyrir neðan er samansafn af atriðum úr myndum Kubrick sem sýna einstakan tökustíl hans. Það eina sem fer í taugarnar á mér er lagið, en það er annað mál.
Og þið hin sem sjáið ekki snilldina og kunnið ekki að meta Kubrick sem leikstjóra megið eiga ykkur.