Steven Spielberg er á þeirri skoðun að ofurhetjumyndir muni renna sitt skeið á enda, rétt eins og gerðist með vestrana.
Spurður hvort hann stæði við eldri ummæli sín um að of mikið af stórum ofurhetjumyndum væru gerðar sagði hann: „Ég er enn á þeirri skoðun. Við munum eftir því þegar vestrarnir hurfu af sjónarsviðinu og sá tími mun renna upp þegar ofurhetjumyndirnar fara sömu leið.“
„Það þýðir ekki að vestrarnir muni ekki snúa aftur í sviðsljósið og að ofurhetjumyndir muni ekki snúa aftur. Núna eru ofurhetjumyndirnar á miklu flugi en ég er bara að segja að svona lagað tekur einn daginn enda í dægurmenningunni,“ sagði leikstjórinn í viðtali við AP-fréttastofuna.
„Sá dagur mun renna upp þegar goðsagnakenndar sögur þurfa að víkja fyrir annarri kvikmyndategund sem einhver ungur kvikmyndagerðarmaður er kannski á góðri leið með að uppgötva fyrir okkur.“