Þó að kvikmyndaleikstjórinn Steven Soderbergh hafi lýst því yfir að hann sé hættur að gera kvikmyndir, þá þýðir það ekki að hann sé alfarið hættur að munda kvikmyndavélina. Soderbergh er aðalframleiðandi og leikstjóri sjónvarpsþáttanna The Knick, sem gerast snemma á 20. öldinni.
Um er að ræða 10 þátta seríu sem frumsýnd verður á Cinemax í Bandaríkjunum næsta sumar. Breski leikarinn Clive Owen fer í þáttunum með hlutverk læknis á bráðavaktinni við Knickerbocker spítalann í New York.
Hér fyrir neðan er fyrsta kitlan fyrir þættina, með nokkrum blóðugum myndskeiðum, sem gefa smá fyrirheit um það sem koma skal.