Framleiðslufyrirtækið Flying Bus eru duglegir að senda frá sér stuttmyndir þar sem þeir skopstæla kvikmyndir frá ýmsum tímabilum kvikmyndasögunnar.
Fyrir nokkru sendu þeir frá sér myndina Ítalskt Kaffi, sem var skopstæling á kvikmyndum á borð við The Goodfather. Myndin vakti mikla lukku meðal notenda síðunnar og er því tilvalið að sýna frá nýjasta verki þeirra. Í þetta skiptið fáum við að sjá skopstælingu á verkum Sergio Leone og heitir myndin Spænskir Sandar.
Með aðalhlutverk fara þeir Matthías H. Ólafsson, Heimir S. Sveinsson og Arnór Elís Kristjánsson. Myndinni er leikstýrt af Knúti H. Ólafssyni.
Í myndinni er hið klassíska einvígi í eyðimörkinni tekið fyrir, en þegar óvæntur aðili skerst í leikinn, hvað gerist þá?