Sería 2 af sjónvarpsþáttunum Severance er byrjuð aftur og hefur fengið góða dóma hingað til.
Severance er vísindaskáldskapur sem fjallar um fólk sem hefur farið í heilaskurðaðgerð í boði fyrirtækisins sem það vinnur hjá, Lumon Industries, til að kljúfa sjálfið í tvo hluta. Einn hluta sem fer í vinnuna (innies) og hinn ráðandi hluta sjálfsins (outies) sem lifir nú sínu persónulega lífi án þess að upplifa það að þurfa að fara í vinnuna. Einnig voru fjarlægðar allar minningar um líf utan vinnustaðarins úr hluta sjálfsins sem er fast í vinnunni til æviloka.
Í 1. seríu fer svo hlið ‘vinnuteymisins’ að spyrjast fyrir um vinnu sína og frumlegar, dularfullar og spennuhlaðnar atburðarrásir fara af stað.

Önnur þáttaröð kom út tæplega 3 árum eftir lokaþátt fyrstu seríu.
Þáttunum er að mestu leikstýrt af Ben Stiller og snilldarlega skrifaðir af Dan Erickson ásamt Muhamad El Masri, Amanda Overton, Chris Black og Helen Leigh.
Ólafur Darri Ólafsson leikur Dr. Drummond í annari seríu þáttana en hann ásamt sjö leikurum til viðbótar eru nýir; þau Gwendoline Christie (Game of Thrones), Alia Shawkat, Bob Balaban, Merrit Weverm Robby Benson, Stefano Carannante og John Noble.

Leikarar úr seríu 1 sem snúa aftur eru Adam Scott, Patricia Arquette, John Turturro, Britt Lower, Zach Cherry, Dichen Lachman, Jen Tullock, Tramell Tillman, Michael Chernus og Christopher Walken.
Severance sería 1 endaði á stórum ‘cliffhanger’ og í seríu 2 eykst flækjustigið hjá karakterunum og kemur sífellt meira í ljós hve dimmur ásetningur fyrirtækisins Lumor industries reynist vera. Hægt er að horfa á Severance á AppleTV+