Söng- og leikkonan Jennifer Lopez fer með aðalhlutverkið í nýrri spennumynd sem nefnist The Boy Next Door.
Myndin fjallar um miðaldra konu sem sefur hjá vini sonar síns með þeim afleiðingum að hann ásækir hana þegar hún neitar að hitta hann aftur.
Myndinni er leikstýrt af Rob Cohen, sem áður hefur gert myndir á borð við The Fast and the Furious. Með aukahlutverk fara Ryan Guzman, John Corbett og Kristin Chenoweth.
Lopez tók sér frí frá kvikmyndaleik árið 2012 sökum þess að hún vildi einbeita sér af söngferli sínum en er nú byrjuð að leika á fullu á ný og eru þrjár myndir með henni væntanlegar á næsta ári.
Leikkonan sást síðast í spennumyndinni Parker með Jason Statham í aðalhlutverki, en myndin var frumsýnd í janúar á síðasta ári.
Myndin verður frumsýnd vestanhafs þann 23. janúar. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr The Boy Next Door.