Stjörnvöld í Sádí-Arabíu hafa aflétt banni kvikmyndahúsa í landinu og er áætlað að opna nýja bíósali um landið allt í mars á næsta ári. Bannið var í gildi í rúma þrjá áratugi eða nánartilekið frá árinu 1982. Framtíðaráætlun landsins miðar að því að árið 2030 verði 300 kvikmyndahús í konungsveldinu.
Ástæðan fyrir afléttingunni er aðalega til þess að auka tekjur landsins og er liður í áætlun landsins um að auka streymi erlendra fjárfesta. Helsta stoð Sádí-Arabíska efnahagsins er útflutningur olíu. Alls búa um 32 milljónir í Sádí-Arabíu og ætti þetta að hafa nokkur áhrif á kvikmyndaiðnaðinn í Hollywood. Fleiri áhorfendur, meiri tekjur o.s.frv. Auk þess gæti kvikmyndagerð í landinu blómstrað.
Landið hefur framleitt margar góðar kvikmyndir síðustu ár og má þar helst nefna Wadjda frá árinu 2012, en hún varpaði ljósi á hlutskipti kvenna í Sádí-Arabíu nútímans. Myndin fjallar um 10 ára stelpu sem dreymir um að eignast hjól en er sagt að það sé ekki í boði fyrir stúlkur.
Konur í Sádí-Arabíu fengu fyrr á þessu ári að taka bílpróf í fyrsta sinn í áraraðir og má finna fyrir nýju andrúmslofti í landinu. Þetta markar nýja tíma og jafnvel skref í átt til jafnréttis og kvikmyndagerð getur ýtt undir enn frekari breytingar.