Á Europe, Now! hluta kvikmyndahátíðarinnar í Bergamo á Ítalíu, sem fram fer 7. – 15. mars nk., verður verkum leikstjórans Rúnars Rúnarssonar ( f. 1977 ) gert hátt undir höfði, en hann er einn þriggja evrópskra leikstjóra sem kastljósinu er beint sérstaklega að. Hinir eru João Nicolau ( f. 1975 ) frá Portúgal og Danis Tanović ( f. 1969 ) frá Bosníu Herzegovínu. Allar myndir Rúnars verða sýndar á hátíðinni, sem og öll verk hinna leikstjóranna tveggja.
Í tilkynningu frá hátíðinni er sagt að sameiginlegur samfélagslegur þráður sé í verkum allra leikstjóranna, og tæpt sé að óróa og andstæðum innan kynslóða og þjóðfélagshópa.
Allir leikstjórarnir mæta til hátíðarinnar.
Þátttaka Rúnars er styrkt af íslensku kvikmyndamiðstöð-inni og ræðismanns-skrifstofu Íslands í Mílanó.