Bandaríski Knock Knock leikarinn Keanu Reeves hefur verið ráðinn í hlutverk í myndinni To The Bone, sem er fyrsta kvikmynd Marti Noxon í fullri lengd.
Myndin er byggð á eigin reynslu leikstjórans af lystarstoli, eða Anorexia.
Reeves mun leika Dr. William Beckham, lækni sem notar óhefðbundnar aðferðir við lækningar sínar, og fær Ellen, sem Lily Collins leikur, til að velja lífið og bata.
Tökur eru um það bil að fara að hefjast í Los Angeles í Bandaríkjunum.
Næstu myndir Reeves eru The Neon Demon eftir Nicolas Winding Refn, John Wick 2, og réttardramað The Whole Truth, en þar leikur Reeves á móti Renée Zellweger.
Noxon er meðhöfundur að sjónvarpsþáttunum UnReal og Girlfriend´s Guide to Divorce.