Everest leikarinn Jason Clark er nýjasta viðbótin í leikarahóp myndarinnar Winchester, en Helen Mirren, er einnig á meðal leikenda.
Peter og Michael Spierig leikstýra myndinni og skrifa handrit með Tom Vaughn. Myndin fjallar um Sarah Winchester, sem Mirren leikur, sem er erfingi skotvopnafyrirtækis, sem fer að óttast að hún sé ofsótt af draugum fólks sem drepið var með Winchester rifflum.
Eftir að eiginmaður hennar og barn deyja, þá ákveður hún að eyða peningunum sínum í að byggja gríðarlegt stórhýsi, sem hún vonar að haldi draugunum í burtu. Clarke mun leika sálfræðing frá San Fransisco, sem er mjög efins um allt þetta, en dánarbú eiginmanns hennar sendir hann á staðinn til að leggja mat á geðheilsu erfingjast. Og viti menn, hann kemst að því að hún hefur eitthvað til síns máls…
Tökur eru að hefjast í Kaliforníu og í Ástralíu, og von er á myndinni í bíó á næsta ári.