Grínþátturinn Punkturinn er nýlentur á efnisveitunni Stöð 2 Maraþon, en þar er að finna hátt í 200 íslenskar þáttaraðir og kvikmyndir og má því með sanni segja að um stærstu efnisveituna með íslenskt efni sé að ræða.
Punkturinn er íslenskur sketsaþáttur sem tekur skot á auglýsingar, staðalímyndir, orðagrín, kynjamyndir og alls konar hversdagslega samfélagsrýni. Þættirnir urðu vinsælir á internetinu í nokkur ár og hafa verið birtir víða. Voru þeir einnig sýndir á tímabili á Kvikmyndir.is.
Haustið 2015 var frumsýnd glæný sería á vegum 365 og er öll serían aðgengileg inná Vísi.
Hér að neðan má sjá brot úr þáttunum.
Aðstandendur Punktsins eru Sindri Gretarsson, Tómas Valgeirsson, Guðmundur Heiðar Helgason, Daníel Kristjánsson, Bjarki Már Jóhannsson, Egill Viðarsson, Viktor Bogdanski og Þór Þorsteinsson.