Költmyndahópurinn Svartir sunnudagar ætlar að kveðja veturinn með glæsibrag næstkomandi sunnudag 27. apríl kl. 19:30 þar sem plakatasýning vetrarins verður jafnframt opnuð, og meistaraverkið Brazil verður sýnd í kjölfarið kl. 20:00.
Hér er um að ræða sölusýningu og er hvert veggspjald sérprentað fyrir viðkiptavininn. Sýningin fer fram í anddyri Bíó Paradísar. Allir eru velkomnir á opnunina sem hefst klukkan 19:30. Sýningin mun standa frameftir vori.
Svartir sunnudagar munu draga sig í hlé yfir sumartímann en áætla að koma tvíelfdir inn í Paradísina á komandi hausti með glæsilega dagskrá költ-mynda af öllum stærðum og gerðum. Aðsóknarmet hafa verið slegin á þeim fjölmörgu myndum sem sýndar hafa verið á sunnudagskvöldum í vetur, samkvæmt frétt frá Bíó Paradís.