Nú styttist í frumsýningu The Hunger Games: Catching Fire, en sömuleiðis styttist í sýningu annarrar myndar af svipuðum toga, Divergent, en þar eru aðalhetjurnar á svipuðum aldri og í The Hunger Games seríunni, og myndin á að höfða til sama markhóps, ungs fólks.
Myndin er, rétt eins og Hungurleikarnir, byggð á metsölubókum, en höfundur Divergent seríunnar er Veronica Roth.
Myndin fjallar um nokkrar persónur sem lifa í fjarlægri framtíð þar sem fólki er skipt upp í hópa sem byggjast á því hverskonar persóna þú ert.
Fyrsta stiklan í fullri lengd var að koma út og hana má sjá hér fyrir neðan:
Aðalparið í myndinni er leikið af þeim Shailene Woodley og Miles Teller, og Limitless leikstjórinn Neil Burger er fyrir aftan myndavélina.
Aðrir leikarar eru m.a. Kate Winslet, Theo James, Jai Courtney, Ray Stevenson, Zoë Kravitz, Maggie Q, Ashley Judd, Ansel Elgort og Mekhi Phifer.
Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 21. mars á næsta ári.