Ófreskja hrellir mæðgur – Ný stikla úr The Monster

Ný stikla var að koma út fyrir hrollvekjuna The Monster, eða Ófreskjan í lauslegri íslenskri þýðingu, eftir Bryan Bertino, með Emmy tilnefndu leikkonunni Zoe Kazan, Ella Ballentine og Scott Speedman í aðalhlutverkum.

the-monster

Myndin er væntanleg í bíó í Bandaríkjunum 11. nóvember nk.

The Monster segir frá því þegar fráskilin móðir og viljasterk dóttir hennar neyðast til að aka um nótt til föður stúlkunnar. Þar sem þær eru á leið í gegnum eyðilegan sveitaveg í vondu veðri, þá keyra þær á eitthvað, sem hræðir þær, en slasar þær ekki alvarlega. Bíllinn er hinsvegar óökufær. Þær reyna í ofboði að fá hjálp, en átta sig á því að þær eru ekki einar þarna úti í skóginum – eitthvað illt og skelfilegt lúrir í nágrenninu.

Eins og sést í stiklunni þá er skrímslið mjög ógnvekjandi, það litla sem við sjáum af því ( útlínur þess sjást reyndar á plakatinu ) og það er frekar taugatrekkjandi að fylgjast með mæðgunum föstum inni í bílnum, bíðandi eftir því sem verða vill.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan og plakatið þar fyrir neðan:

monster