Nýtt í bíó – The Circle

Hrollvekjan The Circle, með íslensku leikkonunni Sesselíu Ólafsdóttur í einu aðalhlutverkanna, verður frumsýnd á hryllingsmyndahátíðinni Frostbiter á Akranesi nú á föstudaginn, 10. nóvember, og svo í Bíó paradís daginn eftir.

The Circle var tekin upp á Englandi og er í leikstjórn Peter Callow. Kvikmyndin var heimsfrumsýnd 26. október síðastliðinn í Prince Charles Cinema við Leicester Square í London, að því er segir í tilkynningu frá aðstandendum.

 


Söguþráður myndarinnar er í stuttu máli á þá leið að þegar náttúrufræðingurinn Paul Lockwood, sem Ross Noble leikur, er við rannsóknir á afvikinni skoskri eyju, þá uppgötvar hann hræðilegt leyndarmál.

Með í för eru fjórir nemar í fornleifafræði. Mikil spenna er á milli manna í hópnum, og ekki bætir úr skák þegar þau uppgötva aldagamala ráðgátu, sem ógnar lífi þeirra allra.

Áhugaverðir punktar til gamans:

-Peter Callow á að baki nokkrar heimildarmyndir sem hann vann fyrir ITV í Bretlandi og Channel Five.

-Hann hefur langað að leikstýra leikinni mynd í fullri lengd síðan hann var 11 ára gamall.

-Skólabróðir hans Scott O’Neill skrifaði handrit myndarinnar.

– 90% kvikmyndarinnar voru tekin utandyra

 

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan og stiklu þar fyrir neðan: