Ný kvikmynd, Pétur kanína, verður forsýnd á laugardag og sunnudag í Smárabíói, Háskólabíói og Laugarásbíói, en formleg frumsýning myndarinnar er svo á næsta miðvikudag, 28. mars, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói, Borgarbíói Akureyri og Sambíóunum Egilshöll.
Eins og segir í tilkynningu frá Senu þá er hér á ferðinni stórskemmtileg kvikmynd úr hugarheimi Beatrix Potter um kanínuna Pétur sem reynir að lauma sér inn í grænmetisgarð nýja bóndans. Þeir há mikla baráttu þar sem bóndinn vill halda dýrunum út fyrir garðinn en Pétur svífst einskis til að fá það sem hann vill.
Á forsýningunum verður mikið fjör og gaman en á staðnum verður andlitsmálning og glaðningur fyrir börnin.
Leikstjórn: Will Gluck
Leikarar: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Vala Kristín Eiríksdóttir og Sigurður Þór Óskarsson
Áhugaverðir punktar til gamans:
-Pétur kanína er að sjálfsögðu talsett á íslensku en í aðalhlutverkum mennsku persónanna í myndinni eru þau Domhnall Gleeson, Rose Byrne, Sam Neill og Marianne Jean-Baptiste.
Sjáðu íslenska stiklu og plakat hér fyrir neðan: