Kvikmyndin Hidden Figures verður frumsýnd á morgun í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói, Akureyri.
Myndin segir ótrúlega sögu þeirra Katherine Johnson, Dorothy Vaughan og May Jackson – bráðsnjallra svartra kvenna sem vinna hjá NASA og eru konurnar á bak við eitt af mikilvægustu afrekum mannkynssögunnar; ferð geimfarans John Glenn út í geim. Þessi merkilegi atburður vakti heiminn til umhugsunar og sneri vörn Bandaríkjamanna í sókn, í geimkapphlaupi þeirra við Rússa. Konurnar veittu fjölda kynslóða innblástur og hvatti fólk til að setja markmiðin hátt, þrátt fyrir að mæta mótbárum vegna húðlitar og kyns.
Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:
Leikstjórn: Theodore Melfi
Helstu leikarar: Taraji Henson, Janelle Monáe, Octavia Spencer
Áhugaverðir punktar til gamans:
-Hidden Figures er sérlega skemmtileg mynd og hefur fengið mjög góða dóma virtustu gagnrýnenda. Hún hefur ennfremur sópað að sér verðlaunum og viðurkenningum, var tilnefnd til
Golden Globe-verðlaunanna sem besta mynd ársins og til Óskarsverðlauna sem besta myndin, fyrir leik Octaviu Spencer og fyrir handritið sem er eftir þau Alison Schroeder og Theodore Melfi.