Nýtt í bíó – Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn

Sena frumsýnir ævintýramyndina Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn á föstudaginn næsta, þann 30. september í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Hinn ungi Jake uppgötvar að heimurinn er leyndardómsfyllri en hann hafði grunað. Afi hans hvetur hann til að fylgja vísbendingum sem liggja að húsi nokkru. Þetta hús er töfrum líkast og þar búa nokkur sérkennileg börn ásamt konu sem kallar sig fröken Peregrine. Leyndardómar heimilisins ná út fyrir tíma og rúm en hætturnar færast í aukana þegar Jake kynnist íbúum hússins nánar og kemst að því hverjir kraftar þeirra eru … og kraftar óvina þeirra.

children

Leikstjóri: Tim Burton
Leikarar: Eva Green, Samuel L. Jackson, Judy Dench, Rubert Everett og Chris O’Dowd
Aldurstakmark: 12 ára

Áhugaverðir puntar til gamans: 

– Skáldsagan Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children eftir bandaríska rithöfundinn Ransom Riggs kom út í júní árið 2011 og á íslensku hjá bókaútgáfunni Sölku árið 2012 undir heitinu Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn. Þýðandi er Ragnheiður
Margrét Guðmundsdóttir.

– Þess má geta að Ransom Riggs hefur síðan skrifað tvær framhaldssögur, en þær heita Hollow City og Library of Souls.

peregrine