Ofurhetjukvikmyndin Deadpool 2, framhald hinnar bráðskemmtilegu Deadpool, verður frumsýnd í dag í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói, Borgarbíói Akureyri og Sambíóum Kringlunni og Egilshöll.
Í tilkynningu frá Senu segir að þegar Deadpool lendir á botninum ákveði hann að kominn sé tími á lífsstílsbreytingu, staðráðinn í að verða betri manneskja.
Allt það breytist þegar grjótharður ofurhermaður að nafni Cable birtist úr framtíðinni og gerir allt vitlaust. Í gegnum þessa atburðarás kynnist Deadpool nýju fólki og uppgötvar þau stórskemmdu fjölskyldutengsl sem hann vissi ekki að hann þráði. En er það nóg til að sigra Cable?
Leikstjóri Deadpool 2 er David Leitch, en með tvö helstu hlutverkin fara Josh Brolin og Ryan Reynolds
Áhugaverðir punktar til gamans:
– Leikstjóri Deadpool 2 er David Leitch sem síðast sendi frá sér myndina Atomic Blonde en hann á einnig langan feril að baki sem áhættuleikari og sem aðstoðarleikstjóri mynda eins og John Wick,
Jurassic World, Captain America: Civil War og The Wolverine. Handritshöfundar eru hins vegar þeir sömu og síðast, Rhett Reese og Paul Wernick, auk Ryans Reynolds sem er meðhöfundur þess.
-Fyrri Deadpool-myndin sem var frumsýnd í febrúar 2016 kostaði í framleiðslu 58 milljónir dollara en halaði síðan inn rúmlega 783 milljónir dollara í kvikmyndahúsum á heimsvísu. Þessi nýja mynd er sögð hafa kostað þrefalt meira, eða í kringum 175 milljónir dollara enda inniheldur hún að sögn mun tilkomumeiri atriði en sú fyrri.
Sjáðu sýnishorn úr myndinni hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan: