Frekar en að koma með sama textann sem allir á þessum blessaða vef eru búnir að marglesa í alls konar tilkynningum um þessa tröllvöxnu bíómynd – sem allir eru að missa vitið úr spenningi yfir – þá ætla ég að sleppa því að tala um myndina, væntingar eða þetta nýja Imax-plakat sem þið sjáið hérna. Datt mér í hug að koma bara með einhvern ódýran brandara í staðinn. Plakatið sjáið þið svo beint fyrir neðan:
Axel er á markaði í útlöndum og einn sölumaður stoppar hann og segir: „Ég er hérna að selja bestu inniskó í heimi, má ekki bjóða þér að kaupa?“
Axel spyr af hverju þetta séu bestu inniskór í heimi og sölumaðurinn segir: „Kynhvöt þín á eftir að rjúka upp ef þú gengur í þeim og þú verður alveg hrikalega æstur.“
Axel verður mjög skeptískur og afþakkar en sölumaðurinn heldur alltaf áfram að reyna að sannfæra hann og reynir að lækka verðið, en maðurinn neitar alltaf.
Síðan býður sölumaðurinn honum að prófa inniskóna bara ókeypis í nokkra daga og ef honum líkar þeir ekki, þá má hann skila þeim.
Axel ákveður þá loksins að slá til og klæðir sig í inniskóna og um leið og hann er kominn í því þá verður hann rosalega æstur, grípur í sölumanninn, hendir honum á borðið og hamast á honum.
Sölumaðurinn öskrar þá: „Nei! þú fórst í krummafót!“
Enn eru til miðar á forsýninguna! Þeim fer þó fækkandi….