Gagnrýnandi síðunnar kemur eins og kallaður með nýja umfjöllun fyrir myndina Crazy, Stupid, Love., sem er um þessar mundir vinsælasta myndin í bíó á landinu. Myndin fær 7 af 10 í einkunn og hlýtur fyrirsögnina „Nálægt því að vera gæðamynd.“
Eftirfarandi texti er beint tekinn úr umfjölluninni:
„Kostirnir lyftast síðan á hærra plan þegar maður sér hversu góðir allir leikararnir eru í sínum hlutverkum og það kemur sömuleiðis mikið á óvart að persónurnar eru langflestar athyglisverðar. Flæðið, innihaldið og uppbyggingin minnir einstaka sinnum á rómantískar „ensemble“ myndir í líkingu við He’s Just Not That Into You og Valentine’s Day, nema með töluvert smærri persónufjölda og miklu einbeittari frásögn í kjölfarið. Ef það væri ekki fyrir tvo hundleiðinlega galla myndi ég glaðlega telja að þessi mynd ætti séns í að vera ein sú besta sem ég hefði séð á árinu.“
Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér.
Einnig barst inn deginum áður notendaumfjöllun um sömu mynd frá Jónasi Haukssyni. Hann segir í seinustu málsgrein sinni: „Myndin gefur sér fínan tíma í að skiptast á milli fyndna og dramatískra atriða (hefði samt ekki kvartað yfir aðeins lengri tíma á milli til að geta melt allt betur), dramað er vel höndlað og myndin er sama og ekkert væmin og náði góðu brosi úr mér í endann.“ Jónas gefur henni 8 af 10 í einkunn.