Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Elizabethtown
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Elizabethtown er allt allt öðruvísi en trailerinn! Langdregin, um ekki neitt og ég var farin að halda að þetta væri einhvers konar refsing að sitja þarna og borga 800 kr fyrir svona bull!!! Myndin eins og ég sagði fjallar um sama sem ekki neitt, söguþráðurinn er soldið spes! Gott dæmi um mynd sem stendur ekki undir einu einustu væntingum. Vonbrigði einu orði sagt.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
In Her Shoes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Engar væntingar, var ekki einu sinni búin að sjá sýnishorn úr myndinni! Bjóst við ekta hollywood drama mynd, en ekki alveg! Finnst hún alveg laus við hollywood stælana og er ekta konu mynd myndi ég segja! Hún er samt mjög langdregin og í hléinu var ég mikið að spá í að hunskast út, en lét reyna á það... og það rættist heldur betur úr henni eftir hlé. Fyrir hlé er eins konar inngangur sem þú heldur að taki engann enda, en eftir hlé skýrast hlutirnir heldur betur. Þetta er samt sem áður ekta stelpumynd vandamál systra er aðal mál myndarinnar, fjölskyldudrama einhvers konar með slatta af tilfinningapunktum en einnig er alveg húmor þarna inn á milli. Mér finnst hún eðal fín og gefðu henni séns en viðurkenni alveg að fyrir hlé mjög laaaangdregin!


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Exorcism of Emily Rose
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Exorcism of Emily Rose er VEL þess virði að sjá í bíóhúsum landsins. Ég er alls enginn aðdáendi exorcist myndanna og hef yfirleitt alltaf fundist þær myndir hreint út sagt mjög ótrúverðugar og leiðinlegar. En þessi er allt öðruvísi, sannar annað og er alls ekki í þeim hópi enda mjög ólík öðrum exorcist myndum. Þessi mynd er byggð á sannri sögu, sem fær hárin til þess að rísa enn meira en ef þetta væri einhver skáldskapur! Ég held samt að það sé alls ekki betri mynd akkúrat núna í bíó. Leikararnir eru brilliant góðir og eru gjörsamlega sniðnir í hlutverkin sín, og túlkunin hjá stelpunni sem leikur Emily Rose er ólýsanleg. Það sem mér finnst mjög gott og sérstakt við myndina er að hún skilur þig algjörlega eftir í því sem þú trúir, hún skilur þig eftir hlutlausann & leyfir þér algjörlega að dæma sjálfur um þetta, hvort hún hafi verið flogaveik eða haldin djöfli. En eitt er víst ef ég mun einhvern tímann vakna á slaginu 3 mun ég gjörsamlega missa mig. En þessi mynd er rosalega vönduð og vel gerð, fer ekkert út af strikinu og ekkert verið að reyna að spæsa myndina upp með einhverjum skáldskap, það er farið rosalega vel með söguna eins og hún var aðeins örfáar breytingar eins og nafnið, hvar myndin gerist og hvenær. Mynd sem er VEL þess virði að sjá! Eflaust búast margir kannski við blóðbaði og ég veit ekki hvað og verða fyrir vonbrigðum, en mér finnst hún mjög góð og mæli hiklaust með henni. Hún fær fullt hús hjá mér :)


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flightplan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Flightplan er alveg hin ágætasta, held samt að treilerinn hafi skemmt alveg heilan helling... En nær samt að vera miklu miklu betri en The Forgotten. Mér finnst þessi mynd vera til dæmis miklu betri en Red Eye myndin sem er ekta eftirmynd af Scream myndunum, myndi ég miklu frekar mæla með þessari. Held samt að Jodie Foster gæti gert miklu betur. En þetta er svona spennutryllir þar sem ekki er allt eins og það á að vera, ekki mjög ólíkt kannski og The Forgotten en miklu betri útgáfa því Forgotten var bara waste of time. En þetta er fínasta mynd og gef henni 2 og hálfa stjörnu sem er bara hið fínasta fyrir þessa mynd.






Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Into the Blue
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Into the Blue, er alveg hin fínasta skemmtun. Hef ekki séð oft svona sjávarmyndir og maður lifar sig alveg inn í þessa mynd ;) Langar barasta að skella sér til Bahamas sem fyrst! Trailerinn lofaði góðu og myndin stendur alveg undir væntingum. Paul Walker og Dark Angel/Sin City gellan Jessica Alba standa sig mjög vel. En þau eru par sem hafa stundað köfun í laaangan tíma, og finna loksins fjársjóð en ýmislegt kemur í ljós...

Mæli með þessari mynd, atriðin eru nokkuð flott og ekki oft ssem maður sér svona myndir í bíóhúsum, þessi mynd er svona með smá spennu/ævintýramynd, gef henni 3& 1/2 stjörnur enda með betri myndum sem ég hef séð undanfarið, kannski ekki að marka þar sem það hafa bara verið herfilega leiðinlegar myndir sýndar undanfarið!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Swimfan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er fín mynd, takk fyrir!!! Allir skila sínu sem best... nema come on... stelpan sem á að vera rosalega sæt er reyndar frekar ómyndarleg!! kærasta stráksins ætti því frekar að vera í því hlutverki, en annars mæli ég nú alveg með henni og fannst mjög gaman að hrofa á hana (: jáms, og mæli með að aðrir geri hið sama... þetta er nú samt ekkert snilldarverk, en mjög nice mynd að mínu mati (:
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Changing Lanes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Er ekki allt í orden? greinilega ekki, þessi mynd er ekki þess virði að eyða einni einustu mínútu í!!!! Bensi karlinn ætti bara að halda sig við að verða blindur nágungi því hann skilar hlutverki sínu engan vegin, samuel skilar því nú samt með ágætum árangri, en síðan vá léileg myndataka... alltaf á ferð og flugi og ekkert verið að vanda sig við hlutina!!! Ó NEI! og hér hélt maður að væru um að ræða einhverja stórmynd, ekki stórmistök í kvikmyndasögunni..... og þeir virðast vera vondir en eru samt alltaf í hefndarhug sem er virkilega pirrandi því hello hver mundi ganga svona langt???? i don´t know en endirnn er góður en hrikaleg mistök að horfa á þessa mynd, því miður!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Sweetest Thing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekkert besta mynd sem ég hef séð. En samt góð þrátt fyrir það. Kemur manni í gott skap og maður getur ekki annað en hlegið af þessari vitleysu, hún er = rosalega fyndin, algjör stelpumynd. Bara fyndin mynd, ég mæli alveg með henni...


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Slap Her, She's French!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ekki mynd til að sjá í bíó, nope! bara venjuleg high school mynd, ekkert sérstök eða neitt. hún er þó fyndin í suma kanta, en maður fer ekki á þessa mynd í bíó... maður hefur nú séð skemmtilegri high school myndir og varð fyrir frekar miklum vonbrigðum.

hún er samt fyndin og bara allt í lagi mynd.

mæli samt með að fara að leigja hana, frekar að bíða eftir að sjá hana í tv-inu..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The two towers er mynd sem slær öllum myndum út, mynd sem er meira virði en 4 stjörnur, en ekki er hægt að gefa fleiri... 3 sögur í einni mynd, skiptst á að segja frá og þetta er algjört meistaraverk, the two towers er miklu betri en fyrsti hlutinn samt á maður ekki að hugsa um lord og the rings sem ólíkar myndir, fyrsti hlutinn var meiri inngangur inn í söguna og þessi hluti, þá lifir þú þér inn í myndina. Mér fannst FOTR alveg frábær og þessi er enn betri ((ótrúlegt en satt)) álfurinn, dvergurnn og aragon fara á kostum sérstaklega í bardaganum í Helm's deep og reyndar alla myndina, þeir eru alveg frábærir (: sá sem túlkar persónu Gollum eða Smeagall hann á skilið óskarinn því þetta er jú hrein snilld! og tææknin með gollum, þetta gerist ekki betra og flottara>(: sérstaklega lokaatriði myndarinnar þá verður maður skíthræddur .... byrjunar atriðið er eitt flottasta atriðið fyrir utan Helm´s deep, ég vill samt ekki segja meira frá því til að skemma ekki fyrir þá sem ekki hafa enn séð stæðsta meistaraverk í kvimyndasögunni...


Lord of the rings er stórfenglegasta mynd sem ég hef nokkru sinni séð og ef einhver er ekki búin a' sjá hana þá er hann virkilega að missa af miklu. Maður verður ekki svekktur yfir þessari mynd, fjarri því.




Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
28 Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Glæsileg túlkun hjá Söndru Bullock í hlutverki Gwennie, sem er alki. Átti ekki bestu æsku og eyðilagði brúðkaup systur sinnar. Hún þarf að vera í meðferð í 28 daga, það er ekki beint það auðveldasta sem hægt er að gera. Ekkert vín, engar pillur ekkert. Mér finnst þetta vera frekar góð mynd, maður trúir alveg að hún vilji breyta ráði sínu en virðist samt ekki að hún hafi verið langt leidd og erfitt að hætta.


Góð mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Murder by Numbers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd, Murder by Numbers með frábæru leikkonunni Söndru Bullock kemur manni sko á óvart. Bullock leikur lögreglukonuna Cassie, sem er klár og kann sitt fag en á sín vandamál utan vinnunnar að stríða sem gerðist í fortíðinni. Sam Kennedy hjálpar henni að ráða ráðgátu af morði sem framið hafði verið.

Ég ætla ekki að segja meir til þess að skemma ekki fyrir.

Kvikmyndatakan er góð, spennan er mikil allan tíman, og það fer enginn að svekkja sig á því að hafa farið á þessa mynd. Þetta er ábyggilega ein besta mynd Söndru Bullock, hún stendur sig hreint og beint frábærlega í þessari mynd!!


Tónlistin í myndinni er flott, kvikmynda takan er einstök, flott túlkun hjá leikurnum og allir standa sig með prýði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Serving Sara
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Serving Sara! Ég bjóst við ekki miklu þegar ég settist í bíósalinn en útkoman var frábær. Matthew Perry heldur áfram að sína sýna bestu takta og sinn einstæða húmor sem allir ættu nú að fíla. Söguþráðurinn er ekki mikill en á köflum spennandi og algjör misheppnuð mynd í alla kanta -þar að segja á góðan hátt. Mér finnst þetta vera frekar í betri kantinum á bíómyndum, maður fer oft á verri myndir og þessi kemur manni til þess að brosa.... Engn vonbrigði hjá mér og vinkonu minni! Mæli með að allir sjái hana. Samanlagt misheppnuð mynd með skrautlegum húmor er allt sem þarf til þess að gera góða mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Undercover Brother
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einn óvæntasti smellurinn í ár! Sprenghlæileg mynd sem kemur manni ekkert smá á óvart! Hér er gert grín af öllu svo taktu skrefið að réttri átt og horfðum á þessi sprenghlægilegu mynd sem kemur þér í rétta stuðið!


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Bourne Identity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd stóð ekki fyrir mínum væntingum. Mikil vonbrigði. Hún er að vissu leyti hin ágætasta mynd, en þegar fer að líða á myndina þá kemur einhver svo dauður kafli að það nær engri átt. Matt Damon á það að þakka að myndin hafi náð einhverjum vinsældum og er hann án efa einn besti leikari, nær að gera góða hluti í myndinni en það er ekki allt sem þarf! Myndin byrjar mjög vel eins og ég segi og endar mjög vel en miðju kaflinn er ekki nógu góður og til þess að gera langa sögu stutta : Mikil vonbrigði
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Enough
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Stórkostleg! Spenna er yfirþyrmandi allan tíman og allir ættu að sjá mynd þessa.


Jennifer Lopez sýnir loks hversu góð leikkona hún getur verið og sannar sig í þessari mynd með glæsilegum árangri! Þessi mynd vantar ekkert.


Ekki láta hana sleppa frá þér!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst þessi mynd skarta sínu fínasta! Sýnir allt, klikkaða mömmu, ósætti mæðginnanna, í gömlum í nýjum dúr! Kemur manni til þess að standa á öndinni þegar barsmíðar eiga sig stað! Mér fannst þetta snilldar mynd og mæli með að allir láti til skarar skríða og sjái þessa glæsilegu mynd!


Fyrir utan það, kemur húmor og óvænt atriði alveg upp um myndina hversu góð myndir geta orðið. Svo eru frábærir leikarar sem sýna enn hversu öflugir þeir eru enn í dag!


Njóttu þess að sjá Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Beauty and the Beast
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábært meistaraverk úr smiðju Walt Disney komin aftur í kvikmyndahús. Frábær tónlist sem skilaði inn Óskar, falleg mynd sem heillar unga sem aldna! Meistaraverk sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Collateral
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá vá vá, ekki grunaði mig né þeim sem með mér voru á ferð á þessa MÖGNUÐU mynd að Tomsi getur verið svona líka vondur !!! Bara frábær frammistaða once again, og þessi mynd ætti enginn þá meina ég ENGINN láta fram hjá sér fara!!! Tom skilar sko sínu hlutverki og það með stæl....
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei