Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Collateral Damage
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á myndina á Undirtóna forsýningu þann 21. febrúar.

Mitt álit á þessari mynd var sú að hún er hinn fínasta ræma en samt ekki til þess að taka trúanlega. Allt í lagi finnst mér að fólk finnist Arnold vera að dala en fólk verður að átta sig á því að austurríska vöðvabúntið er kominn á sextugs aldurinn og hann er ekki beint trúanlegur til þess að vera gaur eins og Comander sem drepur alla og ef hann fær skrámu þá gengur hann bara áfram eftir að hafa rétt bundið þetta saman með vasaklúti. En þetta gengur ekki endalaust og því finnst mér þetta fín ræma því hann er ekki að gera allt of mikið af ótrúverðugum hlutum heldur er hún réttlætanleg í minnkun á Ofhetjustælum hans og varðandi John Leguisamo þá vil ég minna á að þetta er engin góður leikar heldur bara meðal sem hvarf eiginlega af sjónarsviðinu eftir að hafa gert flopperinn The Pest og einnig lít ég á að John Turturo sé bara í gestahlutverki. Svo farið bara á myndina sem skemmtun ekki til þess að dæma og gagnrýna. Þetta er bara skemmtun ekki háalvarleg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei