Gagnrýni eftir:
The Lord of the Rings: The Return of the King0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Já það er enginn furða að þetta meistaraverk hafi fengið 11 óskarsverðlaun og ekki finnst mér skrýtið að þetta er eina myndin með 4 stjörnur í meðaleinkunn hér á kvikmynd.is. Ég ætla ekki að skrifa um hvað myndin fjallar því það eru ansi margar ritgerðir hér að ofan sem segja frá hvað gerðist í myndinni. Mér finnst Leikararnir standa sig mjög vel og tónlistin er sú besta sem ég hef heyrt í kvikmynd. Handritið er mjög vel skrifað og heldur sig líkleg best við bókina miðavið hinar 2 (sem ég er mjög sáttur við). Tæknibrellurnar eru rosalega góðar og auðvita má ekki gleyma manninum sem gerði þetta allt, Peter Jackson og þakka ég honum rosalega vel fyrir að hafa gert þetta/þessi meistaraverk.

