Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Legally Blonde 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Aftur brillerar Reese Witherspoon í leik sínum sem ljóskan Elle Woods. Var búin að bíða eftir framhaldinu og varð sko ekki fyrir vonbrigðum, né aðrir í salnum.

Elle fer til Washington til að berjast gegn tilraunum á dýrum. En sú barátta reynist henni erfiðari en hún gerði sér grein fyrir í upphafi. Yndislega fyndin og skemmtileg. Hjá mér er hún alveg fjögurra stjarna virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er bara ein af betri ævintýramyndum sem ég hef séð. Mikil spenna og húmor er í myndinni og toppar Johhny Depp þetta algerlega sem drykkfelldi sjóræninginn Jack Sparrow........segi ekki meira, bara skemmtið ykkur vel, mæli eindregið með henni.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hörkugóð mynd sem fjallar um líf eins mesta eiturlyfjasmyglara Bandaríkjanna, George Jung. Myndin er sannsöguleg og skartar stórstjörnunum Johnny Depp og Penelope Cruz í aðalhlutverkum og finnst mér þau leika þetta bara fanta vel. Þó gerðist það á köflum að ekkert virtist ætla að gerast í myndinni og varð hún hálf langdregin þegar ég sá hana fyrst, en hún varð strax betri í seinna skiptið enda er hún full af spennu og drama . Myndin er mjög skemmtileg og spennandi og mæli ég eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The New Guy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtileg mynd. Ekkert klassaefni sem maður er að sjá en ég hafði mjög gaman af henni og mér finnst hugmyndin að söguþráðnum frekar frumleg. Gott að skella henni í tækið þegar manni leiðist :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Anger Management
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Alveg ótrúlegt hvað auglýsingar geta platað mann. Gat alveg hlegið að þessari mynd en varð fyrir svolitlum vonbrigðum. Ég og tvær vinkonur mínar ákváðum að fara á grínmynd, svona afslöppun í enda vikunnar. Ég hafði séð auglýsingar um þessa mynd og hélt að ég væri að fara á massa grínmynd. En hún reyndist ekki vera eins fyndin og ég bjóst við. Mér fannst einhvern veginn vera hálfgerður leikskólahúmor í henni og fannst hún leiðast frekar út í einhvern vitleysisskap. En ég átti alls ekki leiðinlega stund og skelli á hana tvær og hálfri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Music of the Heart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Æðislega vel leikin mynd með Meryl Streep í aðalhlutverki. Myndin er sannsöguleg og er byggð á ævi Robertu, fiðlukennara sem flyst til East Harlem ásamt tveimur sonum sínum eftir að eiginmaður hennar yfirgefur hana. Þar byrjar hún sérkennslu á fiðlu og eftir tíma verður það ein eftirsóttasta námsgreinin í skólanum. En það verða hindranir í veginum þegar einhver stjórn vill leggja fiðlutíma hennar niður. Roberta ákveður að berjast gegn því með aðstoð foreldra og kennara.

Mjög góð mynd, nema að mínu mati aðeins of oft staðið upp úr stólum þegar lófaklöppin dynja.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Murder by Numbers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get ekki sagt neitt annað um þessa mynd nema hún var bara nokkuð góð. Hún kom mér ekki neitt sérlega á óvart þar sem ég bjóst við góðum leik frá Söndru Bullock. En spennan hefði samt mátt vera meiri. Annars, engin vonbrigði hér og ég vonast til að sem flestir sjái hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Deuce Bigalow: Male Gigolo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Deuce Bigalow er gaur sem vinnur við að þrífa fiskabúr og fleira. Hann þénar aldrei meira en þrjá dali fyrir skiptið og er því frekar blankur. Einn daginn ræður ríkur fylgdarmaður hann til sín en hann þarf að skreppa frá og treystir hann þá á Deuce til að vera í húsinu og gæta fiskanna hans. En honum tekst á einum degi að rústa staðnum og þarf því að bregða sér í gerfi fylgdarmanns í nokkurn tíma til að getað gert við staðinn áður en eigandinn kemur heim. Annars er hann í mjög djúpum skít. Frábær gamanmynd! Ég hafði mjög gaman af henni og gat hlegið mjög mikið af henni. Alveg 100% skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. Bones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mr. Bones er einhver brjálæðingur frá Afríku (en er samt hvítur) sem, eins og nafnið bendir til, á að geta lesið í einhverskonar bein. Konungur landsins (man ekki nafnið) hefur ekki, þrátt fyrir margar tilraunir, enn eignast son. 17 krakkar og allt stelpur. Hann rifjar upp heimsókn sína til Sun sity sem hann fór fyrir mörgum árum og minnir hann þá að þar á hann son. Hann sendir mr. Bones til að finna soninn en það verður bæði erfitt og drepfyndið því hann hefur aðeins beinin til að styðjast við og ekki hafa þau alltaf rétt fyrir sér. En það veit hann ekki. Þetta er stórkostleg skemmtun og veit ég ekki um marga sem ekki lágu í gersamlegu hláturskasti yfir þessari mynd. Ég bara verð að gefa henni fjórar stjörnur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blue Streak
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Martin Lawrence er hér kominn í hlutverk gimsteinaþjófs sem er gómaður fyrir rán og nær hann að fela fenginn í auðri byggingu rétt áður en hann er handtekinn. Tveimur árum síðar er hann látinn laus og kemst þá að því að hann faldi gimsteininn í miðri lögreglubyggingu og þarf hann því að dulbúa sig sem löggu til að ná steininum. Martin Lawrence er hér, eins og alltaf, jafn skemmtilegur í sínu hlutverki og hefur enn ekki klikkað. Hann gerir þessa mynd bæði fyndna og skemmtilega alveg frá byrjun til enda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sugar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er svona mynd sem hefur frekar markmið heldur en söguþráð. Hún fjallar um nokkrar klappsýrur sem ákveða að ræna banka vegna fjárhagserfiðleikra vinkonu sinnar. Hún er ólétt og leigir algert greni með kærastanum sínum sem einnig er vinsælasti strákurinn í skólanum. Þær skipuleggja ránið vel og vandlega en þurfa einnig að hafa fyrir því að setja upp sakleysis svipinn og gæta þess að enginn komi upp um þær. Ágætis skemmtun sem flestir ættu að hafa gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Superstar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferð ágætis gamanmynd með frekar hallærislegu ívafi, en að mínu mati er leikhópurinn er frekar illa valinn. Myndin fjallar um Mary, stelpu í framhaldsskóla, sem hefur allt sitt líf dreymt um að verða stjarna í Hollywood og er hún til í að gera allt til að þessi draumur rætist. Ef þú hefur fílar myndir með hallærislegum húmor sem er alveg út í hött, þá er þetta myndin fyrir þig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
While You Were Sleeping
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sandra Bullock fer hér með góðan leik sem Lucy, einmanna kona í Chicago sem á enga fjölskyldu og lifir í þeirri von að einn daginn hún kynnist draumaprinsinum sínum. Lucy vinnur á bás á lestarstöð og einn daginn sér hún Peter, manninn sem hana hefur alltaf dreymt um. Hún þráir það eitt að tala við hann og verður henni að ósk sinni þegar ráðist er á hann og honum hrint á brautarteinanna. Lucy bjargar honum og liggur hann í dái á sjúkrahúsi. Á meðan kynnist hún fjölskyldu Peters og telja þau hana vera unnustu hans. Hún býður með það að segja þeim sannleikann en verður svo ástfanginn af bróður Peters, Jack. Rómantísk gamanmynd og ágætis skemmtun upp á þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Practical Magic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni stórskemmtileg gamanmynd sem allir ættu að sjá. Sandra Bullock og Nicole Kidman leika hér stórskemmtilegan leik sem göldróttur systurnar Sally (Bullock) og Gillian (Kidman) Owens, og svo ekki sé minnst á hóp mjög fjörugra aukaleikara sem allir gera myndina stórskemmtlega. Sally og Gillian misstu foreldra sína mjög ungar vegna bölvunar sem liggur á ættinni (hver sá maður sem dirfist að elska konu úr Owens ætt deyr langt um aldur fram). Fullorðinsárin eru þeim heldur ekki auveld. Þær reyna eftir bestu getu að sýnast eðlilegar og ekki batnar það þegar bölvunin skýtur upp kollinum og svo koma mörg vandræðin í ljós. Ég get ekki annað en gefið þessari frábæru mynd fjórar stjörnur. Sandra Bullock, klikkar aldrei.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Others
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er allger snilld! Myndin gerist á eyju í miðju Ermasundi í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Heimilisfaðirinn er ekki enn kominn heim úr sríðinu svo að Grace (Nicole Kidman) er einstæð móðir með tvö börn í stóru húsi sem hafa banvænt ofnæmi fyrir ljósi. Fyrrverandi vinnufólk hennar hafði horfið sporlaust svo hún ræður til sín fólk og kemst nokkru seinna að því að ekki er allt með felldu. Hún þarf að hafa sig alla við því að líf barna hennar er í húfi og endirinn kemur skemmtilega á óvart. Nicole Kidman fer á kostum og sýnir hér afburða góðan leik og held ég að ég hafi nú bara ekki séð hana betri. Myndin fær fjórar stjörnur, hiklaust.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Coming to America
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eddie Murphy leikur Akeem, pjattaðan, ungan prins frá Zamunda. Á 21. afmælisdegi sínum hittir hann tilvonandi brúði sína en hann vill ekki giftast henni svo hann fer til Ameríku til að finna konuna sem hann vill. Hann hittir unga stúlku svo þá er ekkert annað að gera en að vinna hug hennar og hjarta. Mjög vel gerð og skemmtileg mynd, ein af þeim myndum sem maður hefur alltaf gaman af. Ég gef henni þrjár og hálfa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heartbreakers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sigourney Weaver og Jennifer Love Hewitt leika mæðgur sem vinna fyrir sér með svikum og lygum. Þær tæla menn, giftast þeim, skilja við þá og fá þó nokkurn pening út úr því. Einn daginn ákveða þær að flytja til Palm beach en þá gleymir Page (Hewitt) reglu númer eitt, aldrei verða ástfanginn. Hún verður ástfangin af einhverjum strák og hver vandræðin á fætur öðru koma í ljós. Myndin er mjög fín, skemmtilega leikin og ég held að það sé óhætt að mæla með henni. Ég gef henni þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mighty Joe Young
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Að mínu mati er þetta bara hundleiðinleg mynd. Bekkurinn minn fékk einu sinni að velja videospólu og þessi varð fyrir valinu. Ég sofnaði yfir henni. Myndin á að fjalla um einhverja konu sem er að reyna að bjarga górillu (Joe) og auðvitað kemur eitthvað ömurlegt atriði þar sem Joe gerir eitthvað sem er ómögulegt í raunveruleikanum og það á að hrífa mann, koma manni til að grenja eða eitthvað. Þessi mynd er bara alltof væmin fyrir minn smekk og meira til. Hún er ekki stjörnu virði hjá mér!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Prince of Egypt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The prince of Egypt er frumleg og skemmtileg teiknimynd. Þetta er bara ein af betri myndum sem Walt Disney hefur sent frá sér og ég hef mjög gaman af henni. Hún fjallar um líf Móse, allt frá fæðingu og til ferðar hans með Ísrael yfir Rauðahafið. Myndin er mjög vel skrifuð, skemmtileg og ég mæli með henni fyrir alla þá sem enn hafa gaman af teiknimyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miss Congeniality
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er bara ein af bestu myndum sem að ég hef séð á ævi minni. Sandra Bullock fer alveg á kostum sem FBI löggan Grasie, kona sem er alls ekki kvenleg, frekar subbuleg brussa sem á ekki einu sinni hárbursta. Það hefur einhver hótað að sprengja upp bygginguna þar sem Mrs. United States keppnin verður haldin og ákveða þeir að dulbúa Grasie sem einn af keppendunum. Þeir hafa nokkra daga til að gera hana fallega en það verður mjög erfitt. Ég hef nú varla hlegið eins mikið af neinni mynd á ævi minni og Sandra fellur beint inn í hlutverkið. Ég get ekki ímyndað mér neina aðra leikkonu í hennar hlutverki í þessari mynd og því gef ég henni hiklaust fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dumb and Dumber
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vinirnir Lloyd og Harry eru fátækir menn sem dreyma um að stofna sína eigin gæludýraverslun með skordýr. Þeir haldast ekki lengi í vinnu og gengur því ekki vel að afla sér fjár fyrir búðinni. Þar sem myndin hefst er Lloyd bílstjóri á eðalvagni og þar kynnist hann einmitt Mary, konu sem hann einn daginn keyrir á flugvöllinn. Hann verður strax ástfangin af henni á því erfitt með að hleypa henni um borð í vélina. Hann tekur einnig eftir því að hún hefur geymt skjalatöskunni sinni og grípur því tækifærið og fær Harry til að keyra sig alla leið til Aspen til að getað skilað henni töskunni aftur. Að mínu mati er myndin vel skrifuð, drepfyndin og ég mæli eindregið með henni fyrir þá sem ekki hafa séð hana. Fjórar stjörnur, hiklaust.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bubble Boy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fékk bara sjokk eftir þessa mynd. Ég hélt að ég væri að fara á hina fínustu afþreyingu, en þar skjátlaðist mér.

Myndin er einföld. Hún fjallar um ungan mann, Jimmy að nafni, sem er með banvænt ofnæmi fyrir gerlum og þarf að halda sig í eins konar sótthreinsunarkúlu. Á unglingsárum kynnist hann stelpu og verður auðvitað skotinn í henni. Nokkrum árum seinna segir hún honum að hún sé að fara að gifta sig við einhvern foss (man ekki alveg nafnið) og auðvitað verður Jimmy fúll, en hann sér eftir gjörðum sínum og ákveður að fara á eftir henni fleiri hundruð kílómetra þvert yfir landið til að stoppa brúðkaupið. Mér var ekki hlátur í huga alla myndina, ég brosti ekki einu sinni. Sat bara þarna og beið eftir að hún væri búin. En hún fær hálfa stjörnu fyrir það að ég hef séð verri þvælur. Ég ráðlegg þeim sem fengu ekki afsláttarmiða heim til sín að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara á þessa í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Parent Trap
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Parent trap fjallar um stelpurnar Annie og Hallie. Þær eru tvær stelpur sem hittast í sumarbúðum og komast að því að þær eru tvíburar. Hallie hefur aldrei kynnst mömmu sinni og Annie hefur varla heyrt talað um pabba sinn. Þar sem þeim hefur alltaf dreymt um að hitta hitt foreldrið ákveða þær að skipta um hlutverk og koma foreldrum sínum aftur saman. En þegar ,,Hallie'' kemur aftur til pabba síns kemst hún að því að hann er að fara að gifta sig annarri konu sem er alls ekki viðkunnarleg. Þá flækjast málin heldur betur. Ágætis afþreying af söguþræði sem maður hefur séð nokkrum sinnum áður þannig að hún fær tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Coyote Ugly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Violet Sanford er ung stúlka frá Jersey sem flytur til New York til að láta gefa út lög eftir sig. En allt gengur á afturfótunum. Hún fer til alskonar útgáfufyrirtækja og kemst loksins að því að hún þarf fyrst að byrja á næturklúbbum og syngja lögin sín sjálf. Þá þarf hún að sigrast á þeim hræðinlega sviðskrekk sem hún er haldin. Og ekki er betra þegar hún kemur heim til sín einn daginn og sér að það er búið að brjótast inn og ræna sparifénu sem vinkona hennar lét hana fá. Þá þarf hún að leita sér að vinnu. Hún fréttir að það er laust starf hjá bar sem heitir Coyote ugly og eins og flestir vita þá verður dansað á borðum og fleira. Þrjár stjörnur frá mér fyrir skemmtileg dansatriði og frábæra tónlist. En ekki alveg nógu góður leikur í henni. Annars mjög fín mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Three Musketeers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Chris O'Donnel leikur ungan mann, D'Artagnan, sem dreymir um að feta í fótspor föður síns og ganga í konunglegu skittudeildina í Frakklandi. En þar fór hann í fýluferð. Það er búið að leysa upp skittudeildina vegna þess að það á að senda hana til Englands vegna hugsanlegrar styrjaldar milli landanna. Hann kemst að því að það er Kardinállinn sem stendur að þessu og hefur í hyggju að steypa kónginum af stóli og taka sjálfur við krúnunni. Þá eru góð ráð dýr. Hann hittir skitturnar þrjár, Porthos, Arthos og Aramis og ákveða þeir að stoppa hann. En það verður erfitt. Þetta er mjög skemmtileg hasar-grínmynd, mjög vel skrifuð og á skilið háa dóma. Fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Nutty Professor 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja um þessa mynd nema að hún er alveg ágæt. Það sem að angrar mig svoldið er að allt í einu er Jada Pinkett farin og Janet Jackson komin sem einhver allt önnur kona í lífi Shermans. Hún ætti frekar að halda sig við sönginn, hún var ekki það góð. En að öðru leiti er þetta bara mjög fín mynd og ég veit ekki af hverju en ég get horft á hana aftur og aftur án þess að verða leið á henni. Eddie Murphy skilar sínu í hlutverki Klumpanna en að mínu mati ofleikur hann svoldið þegar hann leikur Buddi Love. En meðal annars tvær og hálf stjarna frá mér fyrir skemmtileg atriði, sérstaklega með graða hamsturinn. Ég gersamlega veinaði af hlátri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Austin Powers: The Spy Who Shagged Me
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Austin Powers; the spy who shagged me, er þrátt fyrir allt bullið mjög fyndin og skemmtileg mynd. Í þessari mynd eru komnir saman nokkrir skemmtilegir leikarar s.s. Seth Green (Scott), Mike Myers (Austin Powers, Dr. Evil og Fat bastard), Heather Graham ( Felisity Shagwell) og Elisabeth Hurley (Vanessa). Dr. Evil hefur farið aftur til ársins 1969 þar sem Austin er búinn að vera frosinn í tvö ár til að stela sjarmanum hans. Til að ná honum aftur þarf Austin líka að fara aftur til 1969 og ná honum af honum. Þar hittir hann Felisity og verður strax bálskotinn í henni. Þessi mynd er framhald af Austin Powers 1, en er ekki mikið frumlegri en hin. Þess vegna fær hún bara tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fallen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

John hobbs (Denzel Washington) er virtur lögreglumaður sem er þekktur fyrir að hafa komið alls átta hættulegustu glæponunum í steininn. Myndin hefst þar sem hann er að koma þeim áttunda, Edgar Reese inn og tekur hann eftir ýmsu óvenjulegu við hann sem hann hafði ekki séð í hinum. Eftir dauða Reese tekur margt óvenjulegt að gerast. Hann fær hringingar á næturnar og einhver er að herma eftir morðunum sem Reese hafði framið. Hann veit ekki hvað hann er að eltast við þar til hann finnur fjallakofa sem var í eigu fyrrverandi lögreglumanns og sér að þetta er Azazel, illur andi sem var fyrrum engill en var varpað úr himnaríki. Azazel var sviptur formi sínu þannig að hann er andi sem getur bara lifað í fólki og smitast með snertingu eða þegar maðurinn deyr sem hann er í. Hobbs veit að það verður mjög erfitt að góma Azazel og ekki er betra þegar hann kemst að því að hann er grunaður um morðin. Myndin er mjög fín og ég gef henni þrjár stjörnur fyrir góðan leik, en hún er svolítið þannig að hluti af henni miðar ekkert áfram. En það er óhætt að mæla með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Crocodile Dundee in Los Angeles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND!!! Ég sat í bíósætinu mínu og gersamlega veinaði af hlátri. Hún er með húmor alveg frá byrjun og til enda og það besta er að hann fer ekki út í einhverja algera vitleysu. Paul Hogan er einn besti grínleikari sem ég veit um og hann fer alveg á kostum í þessari. Það ættu allir að sjá hana og er óhætt að mæla með henni. Hún á skilið minnst fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dude, Where's My Car?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér kynni ég fyrir ykkur eina af verstu myndum ársins, Dude where's my car. Þetta er hræðinlega misheppnuð mynd, ekkert nema endemis þvæla og vitleysa. Ég fór á hana í bíó af því að mér var boðið. Þegar hún byrjaði hélt ég að þetta væri bara ágætis mynd. En þar skjátlaðist mér. Hún fór allt of mikið út í einhverja vitleysu og mér var ekki hlátur í huga. Bæði illa leikin og leiðinleg mynd. Heimanám er skemmtilegri en þetta kjaftæði og ég mæli ekki með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snow Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er á ferðinni skemmtileg fjölskyldumynd fyrir næstum alla. Snow day fjallar um Natalie, stelpu úr smábæ þar sem snjóar mikið. Hún bíður örvæntingarfull eftir fyrsta snjódeginum og er farin að óttast að hann komi aldrei. En svo vaknar hún einn daginn og allt er hvítt. Út af miklum snjó fellur skólinn niður og þá er ekki um neitt annað að ræða en að fara út að leika sér. Það gerir hún þangað til snjóplógsmaðurinn kemur og byrjar sína vinnu. Öllum krökkum er illa við þennan mann og það ganga margar óhugnalegar sögur um hann. Natalie ákveður að taka til sinna ráða og berjast fyrir auka snjódegi. Hún leitar hjálpar hjá bróður sínum Hal en verður heldur en ekki vonsvikin þegar hún kemst að því að hann vill frekar vinna hug og hjarta stelpu sem heitir Claire en hjálpa henni. Mun Natalie vinna baráttuna?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
George of the Jungle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ótrúleg fyndin og skemtileg mynd. Ég man eftir að vinkona mín sagði að hún væri hundleiðinleg og sagði mér að vera ekki að eiða peningum í að leigja hana. Ég er fegin að ég hlustaði ekki því hún er drepfyndin (ef maður hefur húmor fyrir svona myndum með endalausu gríni), ótrúlega skemmtileg og alveg út í hött. George er leikinn af Brendan Frasier og það er hægt að segja að hann er bara nokkuð góður í henni. Þessi mynd á skilið þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mummy Returns
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Mummy returns er bara mjög fín mynd. Hún inniheldur spennu alla leið í gegn, hasar, húmor og svo ekki sé á minnst hóp góðra leikara. En það eru frekar gerfilegar brellur í henni (sérstaklega í endann). The Mummy returns fjallar um hjónin Rick O'Connor (Brendan Frasier) og konu hans Evy (Rachel Weisz).

Þau eiga son saman sem verður rænt af fornri múmíu og leggja þau upp í för í leit af honum. Báðar myndirnar eru mjög skemmtilegar og mæli ég með þeim báðum. Þeir sem ekki hafa séð The Mummy og The Mummy Returns ættu á leigja þær einhvern tíma á næstunni. Þið gætuð verið að missa af einhverju.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Mummy Returns
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Mummy returns er bara mjög fín mynd. Hún inniheldur spennu alla leið í gegn, húmor, hasar og svo ekki sé minnst á hóp góðra leikara. En tæknibrellurnar eru ekki alveg eins góðar (frekar gerfilegar í endann). Brendan Frasier leikur Ray O'Connor, mann á fertugs aldri sem leggur upp í för með eiginkonu sinni Evy í leit að syni þeirra sem hefur verið rænt af fornri múmíu og lenda þau í ýmsum hættum á leiðinni. Myndin er mjög frumleg, sagan góð og handritið bara mjög fínt. Báðar myndirnar eru mjög fínar og þeir sem ekki hafa séð þær ættu að leigja þær einhven tíma á næstunni. Þið gætuð verið að missa af einhverju.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Princess Diaries
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Princess diaries er alveg ótrúlega skemmtileg, mjög frumleg og ótrúlega fyndin mynd. Þegar ég sá hana auglýsta var ekki um neitt annað að ræða en að skella sér á hana og það gerði ég. Og viti menn, hún reyndist vera jafnvel ennþá betri enn ég hélt og ég sé ekki eftir að hafa farið á hana. Þeir sem ekki eru búnir að sjá hana ættu að drífa sig út á leigu (Ef þið fílið gamanmyndir) og leigja hana, það er ekki um neitt annað að ræða. SVONA DRÍFIÐ YKKUR!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snow Dogs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snow dogs er mynd sem fjallar um pjattaðan og ríkan mann sem rekur tannlæknafyrirtæki. Hann fer til Alaska til að finna móður sína sem hann þekkti aldrei og kemst að mörgu um sjálfan sig, sem kemur öllum til að hlæja (eða þeim sem hafa húmorinn til þess). Afleiðingarnar sem koma með í för þess að hafa farið til Alaska eru drepfyndnar og Cuba Gooding jr. fer á kostum í þessari mynd. Þetta er mynd sem allir ættu að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saving Silverman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Evil woman er mjög fyndin og skemmtileg mynd og hafði ég mjög gaman af henni. Þarna eru komnir saman nokkrir skemmtilegir og fyndnir leikarar sem leika þessa mynd mjög vel og koma manni oft til að hlæja. Þegar ég fór á hana í bíó naut ég hverrar mínútu af henni og heyrði ég mikinn hlátur og gleði yfir henni. Ég veit að það finnst ekki öllum myndin jafn skemmtileg, en dæmi bara hver fyrir sig. Ég gef myndinni þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei