Gagnrýni eftir:
Fíaskó
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er einfaldlega ein besta íslenska mynd sem ég hef séð. Hún fjallar um Bardal fjölskylduna og ýmis ástamál meðlima hennar. Það var fyndið að sjá hvernig allt small saman og sögupersónurnar lentu í aðstæðum sem alltaf tengdust saman. Fínn leikur, frábær leikstjórn og eitt flottasta handrit sem ég hef séð. Eggert Þorleifsson fór á kostum í hlutverki sínu svo og Ólafur Darri og Björn Jörundur í þeirra hlutverkum. Fín skemmtun sem ég hvet alla til að sjá.
The Mummy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ólíkt ýmsum öðrum varð ég ekki fyrir vonbrigðum með þessa mynd enda er hún mjög góð. Ókei, kannski engin stjörnuleikur en leikararnir skiluðu sínu samt ágætlega og ásamt góðri sögu, frábærum tæknibrellum og fínum húmor verður The Mummy að fínni ævintýramynd með góðu hryllingsívafi. Flott 3 stjörnu skemmtun. Sjáið þessa.
Escape from L.A.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég bjóst alls ekki við neinu þegar ég horfði á þessa mynd og ég fékk heldur ekki neitt. Þessi mynd er hreint út sagt ömurleg. Í fyrsta lagi gekk plottið alls ekki upp, í öðru lagi var leikstjórnin hræðileg (sem er óvenjulegt miðað við að Halloween og The Thing eru frá sama leikstjóra) og síðast en alls ekki síst gerði Kurt Russell endanlega út af við myndina með leik sínum sem var hreint út sagt hlægilegur! Ég skil ekki svona. Hvað var verið að reyna?
Wishmaster
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ókei. Þetta er þokkalega fyrirsjáanleg mynd um einhvern undirheima anda sem reynir að fá einhverja stelpu til að óska sér þrisvar svo að hann geti ráðið heiminum. Fínar tæknibrellur en á hinn bóginn voru fá spennandi atriði í myndinni og á milli þeirra var hún vægast sagt frekar langdregin. Byrjunaratriðið er besta atriðið í myndinni og einu skemmtilegu leikararnir voru Robert Englund og Tony Todd. Það er ekki eyðandi orðum á leikstjórnina enda snerti meistari Wes Craven hana ekki og ekki skil ég hvers vegna nafn hans er letrað stórum stöfum á coverið. En samt er þetta ágæt mynd sem maður er til í að stinga í vídeótækið ef mann langar í hrylling.
The Mighty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er ein af bestu myndum sem ég hef séð um ævina. Hún er hreint og beint frábær út í gegn. Hún fjallar í stuttu máli um 2 stráka. Annar er líkamlega bæklaður en hins vegar ofur-gáfaður og hinn er frekar heimskur en hins vegar stór og sterkur. Saman hjálpast þeir að í lífinu og skólanum með smá hjálp frá Arthúri konungi og co. Ungu leikararnir standa sig frábærlega í sínum hlutverkum og ekki eru þeir eldri síðri. Þar sem ég fór á þessa mynd bara með það í huga að sjá uppáhaldsleikkonuna mína hana Gillian Anderson varð ég ekki fyrir vonbrigðum hvorki með hana né myndina yfirleitt. Leikstjórn og bara allt annað í myndinni er líka pottþétt dæmi. Allir ættu að sjá þessa mynd því hún er eifaldlega ein sú flottasta...