Gagnrýni eftir:
The Rocky Horror Picture Show0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Rocky Horror er ein af fáum myndum sem ég vil virkilega eiga. Til þess að geta horft á hana aftur og aftur. Þegar hún var í Nýja Bíó hérna í gamla daga þá sá ég hana 10 sinnum - gjörsamlega kolféll fyrir húmornum og smáatriðunum sem ganga í gegnum myndina. Brad og Janet eru þessir dæmigerðu amerísku smáborgarar sem er kippt út úr venjubundnu hversdagslífi og lenda í klónum á geimverum. Alveg óborganleg mynd.

