Gagnrýni eftir:
House of Wax
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jújú, ég skemmti mér bara ágætlega, þótt þetta sé virkilega nastý og klígjuleg mynd (ég meina brennandi vax yfir lifandi fólk!!), verð að viðurkenna að ég næstum því lifi fyrir One Tree Hill og þar með Chad Michael Murray...hvernig getur maðurinn verið svona HRIKALEGA flottur?? Hann slær Orlando Bloom sko pottþétt út hehe. Hann lyftir myndinni alveg upp að sjálfsögðu (sem svona hetja sem allir eru öruggir með), Elisha Cuthbert lítur líka vel út og á góða spretti, og mér líkaði satt að segja bara ágætlega vel við París Hilton :) Það eru nú varla hægt að klúðra því að hlaupa um á rauðum blúndunærfötum og vera hrædd, ekki ef maður lítur út eins og hún ;) Jamm myndin er sem sagt svolítið mikið ,,útlit, en skemmtileg engu að síður. Gaman að sjá hryllingsmyndir með söguþræði, svona öðru hverju. Endirinn kom mér líka svolítið á óvart, ótrúlegt en satt!!
House of the Dead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sko...það að kalla þessa mynd ömurlega er bara vægt, ég meina það. Mér leið eins og ég væri flækt í einhvern tölvuleik allan tímann, ég fékk hausverk af klippingunni og ömurlegri tónlistinni, af þessum ,,vitrænum samtölum (,,Gvöð, það hlýtur að vera vísindaleg skýring á þessu!) svo ekki sé minnst á yfirmáta heimskar og klisjulegar persónurnar. Einhverjir krakkar fá þá fínu hugmynd að fara að djamma á eyju sem er kölluð DAUÐAEYJAN (úúúúú!), fatta að það er bara ekkert lífsmark þar og fara AUÐVITAÐ að flækjast í einhverju húsi í mosagrónum kirkjugarði og finna fullt af morðóðum uppvakningum og einhvern brjálaðan vanskapnað sem er svo greinilega stolinn úr einhverri mynd, man bara ekki hverri. Jæja, forðist þessa, í alvöru. Ekki peninganna eða tímans virði. Farið frekar út í garð og reytið arfa.
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
JAHÁ! Þetta líkar mér! Svoleiðis hundrað og tíu sinnum betri en hinar tvær til samans! Ég sem yfirleitt pæli ekkert í leikstjórn og þess háttar, þá sá ég virkilegan mun núna. Cuarón fór virkilega vel með 3. bókina (sem er best hingað til eins og myndin) og ég er bara leið yfir því að hann leikstýrir ekki fjórðu myndinni :(. Daniel Radcliffe, sem leikur harry Potter, er alls ekki góður leikari, en hann sýnir þó sem betur fer meiri tilþrif hér og þarf ekki beint að skammast sín fyrir frammistöðu sína. Mér hafði hann samt fundist vera skástur af krökkunum þremur hingað til þrátt fyrir slaka frammistöðu, því að ég ÞOLDI ekki hvernig Emma Watson og Rubert Grint fóru með Hermione og Ron, fannst þau alveg skelfileg. En núna, VÁ! Þau alveg blómstruðu að mínu mati, sérstaklega Watson. Gary Oldman, Emma Thompson og hver-sem-það-nú-var sem lék Lupin voru líka fín.
Ég ætti ekki að segja neitt frá söguþræðinum, finnst það óþarfi, en mér fannst handritið gott. Reyndar fannst mér hlutverki kattar Hermione ábótavant, því hann var frekar mikilvægur í bókinni en sást svona tvisvar í myndinni. Ég var alveg sérstaklega hrifin af því hvernig persónur Rons og Hermione eru miklu...ja...líkari sjálfum sér í þessari mynd heldur en í hinum tveimur. Skiljiði? Ýmis smáatriði á milli þeirra sem eru svo óendanlega krúttleg og vantaði nánast alveg í hinar tvær myndirnar. Romance, loksins, og verður enn meiri. Það er kannski ekkert allt of skemmtilegt fyrir litlu börnin, en þetta er ekki beint barnamynd! Ég sá mann í bíósalnum með svona þriggja ára strák (myndin var textuð) og slíku mæli ég ekki með. Bíðið frekar eftir vídeóinu fyrir krakka undir 6 ára.
Fear
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð mynd, virkilega. Reese Witherspoon á hér ágætis leik sem sextán ára stúlka, Nicole, sem verður ástfangin af gullfögrum strák að nafni david sem er skuggalega aðlaðandi. Pabbi hennar (mark Wahlberg, nokkuð viss um að hann sé Grissom í CSI) er allt annað en hrifinn af honum og feðginunum fer að koma illa saman, þar sem Nicole vill ekkert illt heyra um kærastann. Skuggi fellur hins vegar á samband Nicole og David þegar hún kemst að hans sanna eðli, en hann er virkilega sjúkur og er ekki tilbúinn að gefa hana upp á bátinn...Besta mynd Witherspoon. fer hægt af stað og er frekar hæg tvo þriðju hluta myndarinnar (ekki leiðinleg samt), en endirinn er sjúklega spennandi...
Jeepers Creepers II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ok, ég er greinilega sú eina sem fannst þetta myndarskrípi alveg bráðfyndið. var allavegana með tárin í augunum af hlátri þegar glápfélagar mínir voru að rembast við að vera skelfdir. En málið er að kríperinn er eitthvað svo óraunverulegur, asnalegur og bara plein heimskulegur að ég andvarpaði ekki einu sinni í all skelfilegustu atriðunum. flott gerður kríperinn samt, verð að viðurkenna það, og kannski að maður hafi fengið smá í magann í flugatriðunum.
En það breiðir ekki yfir þá staðreynd að maður hefur ekki hinn minnsta samúðarvott með hinum dauðvona og ægifögru ungmennum (takið eftir besta vini Francis í Malcolm þáttunum, snilld hvað hann rembist við að vera alvarleg hetja en er bara fyndinn) og vonar að þau verði étin sem fyrst (mínus byrjunarmorðið, skiljanlega). Allir leikarar eru hræðilegir í þessu, allir. og hvað allir voru ömurlega heimskir...en hún er betri en fyrsta myndin. Ég mun pottþétt sjá þriðju myndina, pottþétt skemmtun, haha...
Bad Boys II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Okei, ég er dauðfegin að hafa ekki farið á þessa mynd í bíó, og sé eiginlega eftir því að hafa séð eftir því að hafa ekki farið, því þetta er engan vegin góð mynd (ef þú varst að pæla þá fær hinn guðdómlega sexí Will Smith eina stjörnu og krúttið hann Martin Lawrence eina, ég bara get ekki fengið af mér að tala illa um þá). Húmorinn í myndinni er vandræðalegur og þreytandi, mér var svo skítsama um aðalkvenpersónuna (gabrielle eitthvað) að maður er í alvöru farinn að vona að hún verði bútuð niður, og svo var ég mjög á móti mörgum atriðum (ekki lesa lengra ef þú ert ekki búinn að sjá myndina) eins og þegar Marcus tekur óvart tvær etöflur og verður ,,geðveikt fyndinn og skemmtilegur, félagarnir veifa byssu framan í blásaklausan krakka sem er að bjóða dóttur Marcus út, þegar einn eltingarleikurinn gengur út á það að keyra í gegnum fátækrahverfi (svona kúbverskir fátækrakofar úr pappa og tuskum). Það er eins og handritshöfundurinn eða hver sem samdi söguþráðinn hafi bara verið svona víðáttuvitlaus að hann hafi haldið að það geti bara allt endað vel fyrir þeim sem sprengja upp heilt hverfi á Kúbu og ég veit ekki hvað, en mér fannst þetta allt mjög óraunverulegt og amerískt. En ókey, ég er veik fyrir aðalleikurunum tveimur svo að ég verð að segja að ég hef séð verri myndir, þó að þetta sé vond mynd.
Clueless
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já já, fín mynd. Gellurnar þrjár eru kannski heldur gamlar til að leika fimmtán ára stelpur (jafnvel nítján ára stelpur) en maður bara verður að leiða hugann frá því. Það besta við myndina er auðvitað hvað allt er fallegt; fólkið, fötin, bílarnir og það. Húmorinn líka í góðu lagi, meira að segja pabbi hélt út myndina :) Klassískt atriði þegar Dionne villist inná hraðbrautina! :D Leigjið þessa endilega sem gömlu myndina, margt verra er til.
They
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jamm, hin mesta leiðindamynd. Hélt að ég væri að leigja mér einhverja svaka hrollvekju en svo var þetta bara alveg misheppnað; illa leikið, asnalegt, manni var skítsama um persónurnar og vonaði bara að þær dræpust sem fyrst. ég er taugaveikluð en ég kipptist ekki til í eitt einasta skipti. Hálfa stjarnan er fyrir það hversu líkur Matt Damon einn gæinn er, haha.
Charlie's Angels: Full Throttle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já, góð mynd :) alls enginn söguþráður, en það pirrar mann í rauninni ekkert ef maður fer með tóman huga og löngun til að skemmta sér vel! Tónlistin fannst mér flott, var reyndar komin með viðbjóð á Pink laginu (þar sem ég vinn í búð þar sem ekkert annað er spilað en effemm) og var næstum því búin að skila upp poppinu þegar hún birtist. En jæja. Diaz, Barrymore og Liu standa sig með ágætum þó að þær hafi misst sig stundum í væmninni, en húmorinn hjá þeim var góður (sérstaklega Liu með pabba sínum, ég fékk svoleiðis tár í augun! Akkúratt minn húmor!) En ég gef myndinni ekki hærri einkunn vegna þessara endalausu kroppasýninga (Demi Moore má eiga að hún var sætust) sem maður varð eiginlega vandræðalegur á, en kærastinn var ekki á sama máli ;( Já, margt er hægt að sjá verra!
The Lord of the Rings: The Two Towers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já, MJÖG góð og flott mynd sem ég skemmti mér afspyrnu vel á :) Myndin skiptist í þrjár sögur, sem er ruglandi fyrst en venst furðu vel! Fyrst er það saga Frodo og Sam (mín persónulega uppáhalds saga), Merry og pippinn (hefði mátt vera meira af þeim, en jæja,) og svo Aragorn, Gimli og Legolas (slef)sem er stórbrotnasta sagan og í rauninni alveg ótrúlega flott gerð.
En gagnrýnendurir á undan mér hafa gert þessu svo góð skil að ég verð bara að gefa mín meðmæli, tveir þumlar upp (bara að ég hefði fleiri) alveg stórkostleg mynd sem maður gleymir ALDREI. Ég er farin að telja daga fram að 26 desember.
Og já, Orlando Bloom er æðislega sætur, svo að ef það eru einhverjar stelpur þarna sem fíla ekki ævintýramyndir þá er vel hægt að slefa yfir honum í fáeina tíma ;)
The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög góð mynd, þótt að ég hafi varla skilið neitt í söguþræðinum (í alvöru, maður varð bara rangeygður af að lesa textann stundum) En myndin sjálf, VÁ! Ég sat nánast með slefuna lekandi í öllum bardagaatriðinum og eltingaleikunum og heðfi glöð horft á svona atriði alla vikuna :) Rómantíkin er líka alveg að mínu skapi; Trinity og Neo eru sætari en nokkurn tíman fyrr og svo er konan hans Will Smith, Jada held ég, alveg ágæt. Sem sagt, skellið ykkur á þessa.
Like Mike
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ástæðan fyrir því að ég gef myndinni hálfa stjörnu er að níu ára bróður mínum fannst þetta skemmtileg mynd. Annars fannst mér þetta alveg afspyrnu léleg og leiðinleg mynd. Hún hefur allt sem prýðir mynd sem mér finnst ömurleg (leiðinlegur leikur, munaðarleysingjar/krakkaskrípi í uppreisn, vondi kallinn píndur, svaka happy ending léleg tónlist, ofnotaðir brandarar o.s.frv.) Lil Bow Wow er kannski ekki alveg ónothæfur leikari en það er verið að reyna að gera hann að einhverjum Macaulay Kulcin (Home Alone) sem getur rappað og það er bara jakkí. Stúart Little bróðirinn er alveg fádæma pirrandi og leiðinlegur leikari og þó að þetta væri hugljúf fjölskyldumynd var ég farin að vona að hann myndi fá ömurleg örlög. Sem sagt, ég er hundfúl og pirruð yfir því að hafa eytt föstudagskvöldi og fimmhundruðkalli í þessa plein leiðinlegu mynd og hef strengt þess heit að horfa aldrei aftur á boltamyndir.
Thir13en Ghosts
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fýlukallinn þarna lýsir tilfinnugnum mínum um þessa mynd. Það er einfaldlega ekkert gott við þessa hörmung: handritið er svo lélegt að maður fer að velta því fyrir sér hvort að leikurunum hafi bara verið stillt upp og þeir bara látnir segja eitthvað. Draugarnir eru alveg misheppnaðir og svo gervilegir að ég hefði getað látið litla bróður minn gera flottari drauga úr pappalími. Svo virðist sem aðstandendur myndarinnar hafi fattað hvað leikararnir og bara allt var misheppnað svo að þeir hafa bara dundað sér við að finna upp klígjulega dauðdaga fyrir alla vondu kallana og klippa svo nógu hratt til að reyna að láta mann missa meðvitund af leiðindum og rugli. Sem sagt, sleppið þessari mynd.
Valentine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér fansst þetta er alveg skelfilega leiðinleg mynd, þó að mér finnist (oftast) gaman að hrollvekjum. Plottið var ógeðslega fyrirsjáanlegt (ein af þeim myndum sem maður veit alveg hverjir deyja og hverjir lifa af þegar það er hálftími liðinn af myndinni), leikararnir voru ömurlegir, endirinn ófrumlegur og mörgum pirrandi spurningum var ósvarað þegar maður gekk út úr bíósalnum. Sem sagt, maður gengur út fullur af óánægju. Forðist þennan viðbjóð!
Dancer in the Dark
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Já, ég plantaði mér fyrir framan sjónvarpið annan í páskum til að sinna skyldu minni sem Íslendingur. En ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Myndatakan er alveg hörmuleg og sjónarhornið of þröngt (eins og maður sé allan tímann að horfa í gegnum skráargat). Söngatriðin eru svo sem allt í lagi en alls ekki frábær, maður var til dæmis farinn að virða fyrir sér pottaplönturnar í staðinn fyrir að horfa á myndina í mörgum atriðanna. Mér fannst Björk ekkert frábær í þessu hlutverki og skil ekkert í öllum verðlaununum sem hún fékk (maður hafði það á tilfinningunni að hún væri vangefin) En allavega, myndin er allt í lagi ef maður hefur alls ekkert betra að gera.
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég varð alveg stórhrifin af myndinni. Hún er bara frábær! Allir ættu að skemmta sér vel, líka mömmur og pabbar, ekki bara krakkarnir. Ég hefði nú gefið myndinni fullt hús ef tónlistin hefði ekki verið svona ofsalega yfirþyrmandi og ef það hefði verið farið betur eftir bókinni. Það eru stórfrægir leikarar allt niður í smæstu hlutverk og þær standa sig allir stórkostlega. Maggie Smith er fullkomin McGonagall, maðurinn (sem ég kann bara því miður ekki að nefna) sem leikur Snape er líka frábær. Mér fannst að vísu Daniel Radcliffe í hlutverki Harrys sýna engan stjörnuleik, en þokkalegan. Þá fannst mér Rubert Grint og Emma Watson miku skemmtilegri í hlutverkum Rons og Hermione, sérstaklega Grint. Söguþráðurinn, í stuttu máli: Harry Potter er munaðarlaus og býr hjá hinum leiðinlegu Dursley hjónum og hlunkinum Dudley (flestir vondu strákarnir eru feitir, takið eftir því). Á ellefu ára afmælinu sínu kynnist hann risanum góðhjartaða, Hagrid, sem færir hann inn í töfraveröldina sem Harry var fæddur í, hinn stórkostlega Hogwartskóla. Þar kynnist hann vinum sínum, rauðhausnum fyndna Ron Weasley og hinni brilliant Hermione Granger. Saman berjast þau við ill öfl um viskusteininn. Það eru þvílíkt flott atriði í þessu, Quidditch atriðið til dæmis, og plöntuatriðið, skáatriðið...þannig má telja endlaust áfram en ég held að það sé hundrað sinnum skemmtilegra að skella sér bara á myndina!
Skólalíf - skólaslit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ókei, ég vil í fyrsta lagi taka fram að ég er ekki tveggja ára eða neitt, enda er myndin ekki fyrir þann aldurshóp. Ég myndi segja að þetta væri Simpson með aðeins ótvíræðari húmór, skiljiði. Ég fór með með litlu frænku minni á myndina og þrátt fyrir ýmsar utanaðkomandi truflanir (það ætti að banna að hleypa fólki inn þegar korter er liðið af myndinni!) þá nutum við myndarinnar vel. Þættirnir Skólalíf voru sýndir á Stöð tvö fyrir nokkrum árum á morgnana og myndin er ansi svipuð þeim. Myndin fjallar um hinn tíu ára gamla Teit sem upplifir hræðilega leiðinlegt sumar þegar vinir hans fara allir í sumarbúðir. En hann fattar einn daginn að eitthvað er ekki allt með felldu í auðum skólanunum. Enginn trúir honum, svo hann safnar vinum sínum saman, þeim Vince, Spinellí, Gunnu, Mikka og Geir. Saman berjast þau við illan skólastjóra og allskonar óþjóðalýð. Ansi mikil vitleysa, en fyndin vitleysa.
The Others
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The others er ágætlega vel heppnuð hryllingsmynd, en hefði getað verið betri. Myndin er um konu, Grace, sem býr ein á gömlu sveitasetri ásamt tveimur börnum sínum. Maðurinn hennar er dáinn, hann dó í stríðinu. Börnin, Anne og Nicholas (þau eru ofsalega vel leikin af krökkunum sem ég bara man ekki nöfnin á), þjást af ljósofnæmi og mega ekki vera í sterkara ljósi en daufu kertaljósi. Það er náttúrulega sérstakt, því að þá er ljósið óvinurinn en ekki myrkrið. Fyrri helmingurinn er frekar langdreginn, eiginlega alveg ofsalega langdreginn og í hléinu var ég farin að pæla í því að fara heim og gráta þúsundkallinn minn. En ég var kyrr og ég er fegin því. Seinni helmingurinn er nefnilega æðislegur og heldur manni skjálfandi allan tímann. Á rispunktum myndarinnar var maður farinn að halda ansi fast í höndina á sessunaut sínum! Endirinn er líka óvæntur og ég var mjög ánægð með hann. Samt (þeir sem eiga eftir að sjá myndina, ekki lesa lengra, ok), nokkur atriði vefjast fyrir mér. Til hvers tók lifandi fólkið gluggatjöldin burt? Og af hverju snerti Victor kinnina á Nicholasi ef hann sá bara Anne? Hvers vegna birtist gamla konan sem Anne í kjólnum hennar? En jæja, þetta er fín mynd en ekki alveg pottþétt.
Mary Reilly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skemmtileg mynd með stórleikurunum Juliu Roberts og John Malkovich í aðalhlutverkum. Roberts leikur Mary Reilly, þjónustustúlkuhjá ríkum lækni sem er leikinn af Malkovich. Mary er ánægð í vistinni hjá lækninum en það líður ekki löngu þegar hún uppgvötvar að eitthvað er bogið við lækninn. Hann er í rauninni varúlfur, sem er auðvitað skelfilegt, en samt laðast Mary að dýrslegum parti læknisins... Myndin er ofsalega spennandi (það eru ekki margar myndir sem fá mig til að skjálfa af vesælli rottu í poka!)
Moulin Rouge!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvernig er hægt að gera svona stórkostlegar myndir? Ég er (næstum því) orðlaus yfir þessari yfirnáttúrulegu SNILLD! Sagan gerist á 19. öld í París. Aðalpersónurnar eru Christian (Ewan McGregor), fátækur, rómantískur rithöfundur og Satine (Nicole Kidman) sem er stjarna skemmtistaðarins og hóruhússins Moulin Rouge. Þau verða ástfangin en þau verða að fara leynt með það því Satine er heitbundin ríkum hertoga. Ekkert sérlega djúpur söguþráður, en það pirrar mann ekkert. Maður sekkur bara gjörsamlega inn í alveg ótrúleg söng-og-dansatriði (ég er ennþá með gæsahúð af hrifningu), magnaða klippingu og myndatöku, glæsilega búninga og leikmynd og síðast en ekki síst frábær leikur. Nicole er frábær, besta hlutverkið hennar til þessa, en Ewan er... VÁ! Þvílík rödd! Rétt er að taka fram, áður en þessum lofsöng mínum lýkur, að þetta er í fyrsta sinn á ævi minni sem tárin runnu í stríðum straumum niður kinnar mínar af hrifningu.
Man on the Moon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er eitthvað með mig að bara þola ekki svona væmnar-fyndnar myndir. Ég er líka með Jim Carrey-óþol (sígellt að hreyfa á sér eyrun og gretta sig eins og froskur, jakk) og það hvað Andy Kaufman var alveg ótrúlega móðgandi!
The Sound of Music
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hef séð þess amynd a. M. k. fjörutíu sinnum. Ég fæ aldrei leið á henni. Byrjunaratriðið er snilld, nunnuranar, brúðuleikhúsið, dansinn í garðhúsinu, maría, krakkarnir, von Trapp og barónessan. Takið sérstaklega eftir laginu hvernig skal leysa vanda eins og Mæju og einmana geitahirðinum, segir stelpa sem kann öll lögin utanbókar í hreinu meistaraverki.
Ghostbusters
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Alveg ógeðslega skemmtileg og fyndin vitleysa (góstbösters lagið er snilld). Þið bara verðið að sjá hana. VERÐIÐ!!
Titan A.E.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Er þetta bara ég eða eru aðalsöguhetjurnar alveg eins teiknaðar og Dimitrí og Anastasía? En jæja, þetta er ágætis mynd, spennandi og rómantísk og allt það...
Gone in 60 Seconds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég sendi fýlupúkann á þetta ÖMURLEGA OG HRYLLILEGA STÓRSLYS. Það ætti bara að fangelsa Bruckheimer fyrir þennan vibba! Ég fæ mígreniskast þegar ég minnist þess að ég eyddi fokking 700 kalli í þetta!
South Park: Bigger Longer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á myndina vegna þess að mér fannst þættirnir svo æðislegir. Lögin eru samt alltof mörg, bara Kyle's mum is a bitch og unclefucker eru fyndin, það það hefði sosum mátt sleppa hinum. Söguþráðurinn? Mamma Kyles, sem er hundleiðinleg bitch, flippar þegar hún kemst að því að strákarnir fjórir, Stan, kyle, Erik og Kenny hafa stolist á bannaða, kanadíska mynd og öll börnin í Suðurgarði eru farin að blóta eins og harðsoðnir sjóarar. Mömmurnar og allt hitt bandaríska fólkið fer í stríð við kanada, og við það blandast allskonar asnaleg og óþarfa atriði. Þetta með tölvubúnaðinn á Cartman er samt bráðfyndið. Ágætis skemmtun, en er MIKLU slakari en þættirnir.
House on Haunted Hill
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hin leiðinlegasta mynd þar sem sýnd eru verulega ósmekkleg atriði sem fá ekki hárin til að rísa heldur fær maður áfall af vonbrigðum. Alla myndina gat ég ekki hugsað annað en hvað var ég að hugsa að fara á þessa hörmung. Ég vara alla þá sem ekki hafa séð myndina að halda sig í nokkurra kílómetra fjarlægð, það er ykkur fyrir bestu.
American Pie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vá. Það er skrýtið að segja þetta, en Baka 2 var skemmtilegri en Baka 1. Sömu karakterarnir og leikararnir. Lúðinn Jim ræktar samband sitt við vinkonur sínar, hina fögru Nadíu og hina kostulegu Michelle, Oz, Kevin og Heather eru jafn væmin og vangefin og í hinni myndinni (Oz alltaf með þennan ég-er-svo-væminn-og-óþolandi-svip) en ég dreg myndina samt ekki niður fyrir það. ég var í svo miklu hláturskasti í lesbíuatriðinu þar sem Stifler, Jim og Finch komast í hann krappann, að tárin runnu niður kinnarnar. Takið eftir litla bróður Stifflers (Tucker á rúv), hann var frábær. Algjört must-to-see.
Sleepy Hollow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hélt að laugardagskvöldið yrði alveg glatað þegar Svefnhólar voru sýndir í sjónvarpinu fyrir skömmu ( mamma og pabbi voru stórhrifin af henni þegar þau fóru á hana í bíó:=) Það fer honum Johnny Depp ekkert mjög vel að vera máluður í gotneskum stíl en hann stendur sig vel sem rannsóknarlögreglumaðurinn Ichabond. Ichabond er eitthvað að pirra yfirmenn sína með framúrstefnulegum hugmyndum um að rannsaka glæpi og þess háttar, yfirkarlarnir bara hengja fólk um leið og það er grunað, og það finnst Ichabond ekki nógu gott. Vandræðagemsinn er þá sendur með nýtískulegu tólin sín í krummaskuðið Svefnhóla og á að rannsaka þar dularfull morð, en bæjarbúar halda því fram að þar sé höfuðlaus riddari að verki. Ichabond kynnist þokkadísinni Cathrine, fær uppáþrengjandi smástrák sem aðstoðarmann og eignast keppinauta. Nornirnar eru snilld, höfuðlausi riddarin er þúsund sinnum meiri snilld, tónlistin, blóðið og viðbjóðurinn lætur mann fá hressilegan hroll. Frábær hrollvekja.
Bridget Jones's Diary
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ógeðslega skemmtileg mynd. Maður getur hlegið sig máttlausan, fengið gæsahúð af hrifningu og kannski líka grenjað smá (já ÞAÐ gerði systir mín). Myndin fjallar um hina einhleypu Bridget sem er komin á fertugsaldurinn og hefur enn ekki náð að klófesta karl, drekkur of mikið, reykir of mikið og borðar of mikið (þó að eldamennskan sé ekki upp á marga fiska) og er líka of þung að eigin mati. Hún á klikkaða mömmu, klikkaða vini, fjögurra tíma eldamennska hennar samanstendur af blárri súpu, ristabrauði og marmelaði og hún er ástfangin upp fyrir haus af yfirmanni sínum sem er leikinn af Hugh grant. Yfirmaðurinn verður allt í einu eiginmannsefni hennar og hún álítur hann dásamlegan. En stóra ástin hennar Bridget er beint fyrir framan nefið á henni þó að hún álíti HANN drullusokk. Jæja, best að ég segi ekki of mikið, en þessi mynd fær mín bestu meðmæli!
Evolution
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Æðislega fyndin og skemmtileg mynd. Myndin (í stuttu máli sagt) er um loftstein sem hrapar á jörðina. Tveir jarðfræðilúðar fatta að í steininum er vökvi sem inniheldur einfrumunga utan úr geimnum. Einfrumungar þessir þróast óhemju hratt og fyrr en varir er bærinn undirlagður af ógeðslegum flatormun og pöddum, skrýtnum blómum, fljúgandi monsterum sem ráðast inn í Kringluna og einhverju álíka skemmtilegu. Jarðfræðirkallarnir (Davið X-Files kall Duchovni og svarti maðurinn sem ég man aldrei hvað heitir), sundlaugargutti sem dreymir um að verða slökkviliðsmaður (Stifler í American Pie og annar dúdanna í dúd wheres my car, einmitt, seann william scott) og leiðinlegan hervísindamann (juliana Moore). Þetta vægast sagt skondna lið reynir að finna leið til að útrýma geimverukrípunum áður en krípin útrýma okkur jarðarbúum. Brandararnir eru óteljandi og allir jafn fyndnir, leikararnir æðislegir (Duchovny alltaf jafn sætur en samt ekki beint gamanleikari, Scott var bestur). Bardagarnir eru fyndnir (og head and shoulders sjampóið virðist vera til einhvers nýtt:) )
Me, Myself and Irene
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Reneé Zellweger æðislega sniðug leikkona, hún fær stjörnu, synir löggunnar í myndinni koma líka með ágæta brandara. Annars er myndin hálf asnaleg og fyrirsjáanleg. Margiur brandararnir gerðu mann bara satt að segja stórhneyksklaðan.
Mars Attacks!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ókei, ég er kannski klikkuð, en ég bara dýrka svona geimveruhasarfrelsisbúlsjitt myndir. Tom Jones er æðislegur og eins Sex and the city konan. Brellurnar hefðu samt getað verið betri, en þetta er náttúrulega fimm ára gömul mynd.
Stigmata
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Við alnafna mín hér að ofan erum víst þær einu sem finnst þessi mynd vera hörmung. Hryllileg mynd og þá meina ég ekki að hún sé krípí, myndin er bara einfaldlega ömurleg og rembst er við að gera hana krípí með því að hafa fullt af blóði og svona, en blóðið hafði bara þau áhrif á mig að mér varð flökurt af þessum leiðindum.
Spy Kids
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég var pínd á myndina með yngri bræðrum á aldrinum 9-6 ára :( Ég verð bara að segja að þessi mynd er EKKI fyrir 14 ára unglinga, en er fín fyrir krakka á aldri bræðra minna. Brellurnar eru frekar asnalegar og þessar fáránlegu stökkbreytingamonster sucka feitt. En Antonio Banderas er alltaf jafn hot og sexý og eins George Clooney þótt hann sé farinn að gamlast. Mamman í myndinni er undarlega lík Juliu Roberts (í alvöru!). Og já, ég verð bara að segja þetta áður en ég bind enda á þessa umfjöllun, hvers vegna í andsk.... var fjölskyldubíllinn (og fleira drasl inni í húsi fjölskyldunnar) hannaður sem megadjeimsbondnjósnasúpergræja ef foreldrarnir höfðu verið í helgum steini í tíu ár? Ég bara spyr.
Rush Hour
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ógeðslega fyndin og skemtileg mynd með tveimur æðislegum lekurum í aðalhlutverki. Jackie Chan er með kúl katarteatriði og allskonar trikk sem maður fær bara svima af. Chris Tucker er ógeðslega fyndinn gæi sem reitir af sér sprenghlægilega brandara og ekki spillir lúkkið fyrir honum (útstæð augu, stór kjaftur). Chan leikur kínverska löggu sem kemur til USA til að bjarga dóttur kínverska diplómatans, sem er líka góðvinur hans, úr klóm illmenna. Bandaríska löggan vill ekkert með hann hafa og lætur léttruglaða NYPD löggu (sem virðist sprengja upp hálfan bæinn daglega) hafa ofan af fyrir honum. Þeir félagar eru ekkert alltof hrifnir af hver öðrum í fyrstu en þeim gengur (auðvitað) betur að ná illvirkjunum en löggunum.
Independence Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilld, snilld, snilld og aftur SNILLD! Æðisleg mynd! Þeir lúðar sem ENN eru ekki núnir að sjá hana leigi hana strax.
Loser
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frekar týpísk en samt sæt mynd. Jason Biggs er furðulega líkur Adam Sandler (ég hélt fyrst að þetta væri bara hann). Jason leikur strák sem flyst úr sveitinni í stórborgina, er voðalega svona næs gæi en er samt mesti lúði skólans. Það breytir því ekki samt að sætasta og vinsælasta stelpa skólans fellur fyrir honum og myndin snýst að mestu leiti um það.