Gagnrýni eftir:
The Lord of the Rings: The Return of the King0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það þarf ekki að segja neinum sem sáu Hringadróttinsögu 1 og 2 að Return of the king er snilldarmynd. Einstaklega vel gerð í alla staði og leikurinn alla jafna frábær. Finnst mér þeir Ian McKellen og Viggo Mortensen þó standa sig best af þeim, þótt hinir allir hafi farið á kostum líka ;) Nú þegar búið er að sýna þær allar þá finn ég fyrir svolítilli sorg, nú er bara DVD lengda útgáfan af ROTK eftir og þá er þetta allt búið :( En þessar myndir munu að eilífu lifa og fólk mun minnast þeirra sem frábærra mynda :)

