Gagnrýni eftir:
Ice Age
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta mynd sem ég hef farið á síðan ég byrjaði að fara í bíó, sem var 4 ára. Ég fór tvisvar á hana og hló jafn mikið í bæði skiptin, persónurnar alveg frábærar og sagan stórfín. Ég grenjaði úr látri fyrir hlé og pissaði í mig af hlátri eftir hlé(samt ekki sko).
Ég gef Þessari mynd 4 stjörnur og myndi gefa henni 5 ef ég gæti en ég myndi ekki fara með börn yngri en 6 ára á hana. þau verð sorgmædd í endanum en ekki misskilja mig því þau labba samt út glöð. Þið skiljið mig sem eruð búin að sjá hana.
Monsters, Inc.
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er snilld. Ég byrjaði bara á því að næstum pissa á mig úr hlátri afstuttmyndinni. Monsters er mjög vel gerð og sprenghlægileg en væmnu atriðin í endanum spilltu aðeins fyrir, en ekki misskilja mig. Þau eru kannski fyrir fullorðna en ég fór með yngra systkini mitt og ég sá alveg á henni að henni var farið að leiðast í endann. Hún kom líka heim svolítið leið yfir því að tröllið varð vont við litlu stelpuna. Persónurnar eru frábærar og misheppnuðu atriðin í á enda trailerinum koma manni í gott skap rétt áður en maður labbar út. Þannig ekki missa af henni og ég labbaði út skælbrosandi.