Gagnrýni eftir:
Postman Pat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér finnst þetta frábær mynd, aðallega út af Elizu Dushku sem leikur hina svölu Missy og þessum ÆÐISLEGU dansatriðum.
Myndin er um klappstýrulið sem að hefur unnið landsmót klappstýra 5 sinnum í röð. En síðan kemst liðið að því að þau eru með stolin atriði og þá er um að gera að finna nýtt atriði í hvelli...
Clockstoppers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin Clockstoppers fjallar um strák að nafni Zak sem að kemst yfir úr sem að býr yfir þeim mætti að það getur látið mann hreyfast svo hratt að allt annað virðist standa í stað. Hann og vinkona hanns Francisca lenda svo í heljarinnar vandræðum þegar vísindamennirnir sem gerðu úrið vilja fá það til baka, og þeir ætla sér ekki að nota úrið til góðs.
Þið verði eiginlega bara að sjá myndina til að vita hvað ég er að tala um en ég get lofað ykkur að Clockstoppers er ágætis afþreying.
Zoolander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta var nú meira ruglið. Það er nú samt hægt að hlæja yfir henni. Svona típísk ruglmynd, mjög skemmtileg. Mæli með henni. Ekki beint mynd sem á óskarinn skilið eða eitthvað svoleiðis en ágætis afþreying samt sem áður.
Spider-Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér finnst þetta mjög góð mynd. Eitthvað fyrir alla. Mér fannst líka Willem Dafoe leika mjög vel í myndinni. Hann passaði allveg fullkomlega sem vondi kallinn.
Tobey Maguire var líka mjög flottur sem Spiderman. Kirsten Dunst var líka flott og mér finnst hún eiginlega sætari svona rauðhærð en ljóshærð.
Topp mynd. Ég lofa að hún bregst ykkur ekki.
Interview with the Vampire: The Vampire Chronicles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilld, snilld, snilld, snilld og ekkert nema snilld. Þetta er frábær mynd og hún er strax orðin ein af mínum uppáhalds myndum. Brad Pitt og Tom Cruise eru flottir en mest dáðist ég þó að Kirsten Dunst sem lék litlu stelpuvampíruna. Hún lék þetta erfiða hlutverk rosalega vel. Þetta er hæfilega ógeðsleg og hæfilega sorgleg mynd fyrir minn smekk. Þetta er rosalega góð mynd og ef að þú ert ekki búin(n) að sjá hana þá mæli ég eindregið með því að þú gerir það.
Shadow of the Vampire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er ekki beint venjuleg hryllingsmynd en góð er hún samt. Ég fékk gæsahúð af hrifningu. Förðunin er mjög góð á Count Orlock (Vampírunni) og Willem Dafoe sem leikur vampíruna er frábær í hlutverki sínu. John Malkovich er líka rosalega flottur í hlutverki leikstjórans. Hugmyndin að baki myndarinnar er líka frábær. Ég mæli með að allir sem hafa áhuga á svolítið öðruvísi myndum sjái þessa. Hún er góð.
The Cable Guy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er sögð vera versta mynd Jim Carrey. Samt sem áður finnst mér hún ágæt og fyndin. Ekki allveg jafn fyndin og margar aðrar myndir með honum en samt skemmtileg.
Blade
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er frábær mynd. Þar sem að ég er hörku vampíru aðdáandi þá var þetta fullkomin mynd fyrir mig. Ef að þið hafið áhuga á vampírum eða bara spennumyndum yfirleitt, sjáið þessa, hún á ekki eftir að valda ykkur vonbrigðum.
America's Sweethearts
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér finnst þetta ágætis mynd. Þetta er svona rómantísk gamanmynd þar sem John Cusack og Catherine Zeta Jones leika Hollywood par sem er nýhætt saman og það er starf Billy Crystal að koma þeim aftur saman. Julia Roberts sem leikur systur Catherine Zeta Jones er ekki í aðalhlutverki í þessari mynd en er allgjör senuþjófur og mér finnst Seth Green líka fyndinn í sínu litla en skemmtilega hlutverki. Americas Sweethearts er mynd sem að ég hafði mjög gaman af og kom ánægð út úr bíóinu.
Bridget Jones's Diary
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er bara snilld. Ég hló mig máttlausa. Mjög vel leikin og FYNDIN mynd. Hún er um hina einhleypu Bridget sem reykir of mikið, drekkur of mikið og á í stanslausri baráttu við aukakílóin. Hún ákveður því að skrifa dagbók til að reyna að koma reglu á líf sitt. Myndin nær yfir eitt ár af ævi hennar og það gengur ekki alltaf vel, að minnsta kosti ekki ef að maður er Bridget Jones.
Heartbreakers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er gamanmynd um mæðgur að sem Sigourney Weaver og Jennifer Love Hewitt leika. Þær eru eins konar glæpamenn. Móðirin giftist ríkum mönnum og eftir brúðkaupið tælir dóttir hennar þá, mamman kemur að þeim, fer fram á skilnað og fær helling af peningum. Þetta getur ekki farið úrskeiðis, eða hvað. Dóttirin er orðin leið á þessu og ákveður að hún verði sú sem að giftist og dregur einhvern mann á tálar en verður svo ástfangin af honum. Og þá ákveður mamman að að taka til sinna mála.
Þetta var mynd sem mér fannst mjög skemmtileg og mæli með henni.
Scary Movie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er eiginlega allveg eins og sú fyrri.
Söguþráðurinn í þessari mynd minnir allveg rosalega á söguþráðnn í The Haunting. Nokkrir einstaklingar fara í ferð í dularfullt hús vegna einhverrar tilraunar og þar er mikill draugagangur. Þessa stjörnu fær myndin af því að ég hló soldið yfir henni en hún er ekkert ein af bestu myndum sem að ég hef séð. Algjör vitleysa sem er samt ágætt að horfa á þegar maður er í þannig stuði.
The Truman Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er ein besta mynd sem Jim Carrey hefur leikið í að mínu mati þó að Man On The Moon hafi verið góð líka.
Þetta er mynd um mann sem heitir Truman og hann er búin að vera stjarnan í sjónvarpsþætti allveg frá því að hann fæddist... án þess að vita af því!
Þetta er bara eins og venjulegt líf fyrir honum en í raun og veru er þetta bara tilbúinn gerviheimur sem einhver kall bjó til og allir sem hann elskar, þar á meðal konan hans, mamma hans og besti vinur hans, hafa bara verið að leika.
Þetta er frábær mynd sem allir unnendur góðra kvikmynda verða að sjá!
Man on the Moon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er mögnuð mynd með Jim Carrey í aðalhlutverki og hann sannar það í þessari mynd að hann getur svo sannarlega leikið margt fleira en vitleysinga.
Jim Carrey leikur Andy Kaufman og eins og flestir vita þá átti hann fremur skrautlega ævi. Ekki spillir tónlistin fyrir. R.E.M eru með nokkur lög og þeir eru frábærir. Þetta er indisleg mynd sem að ég bæði grét og hló yfir.
Me, Myself and Irene
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er rosalega fyndin mynd. Ég hló mig máttlausa. Enda er þetta frá þeim sem gerðu There's something about mary sem að er einfaldlega bara snilld. Hún er um geðklofa sem er lögga og hann þarf að fara með konu á lögreglustöð langt í burtu en vandræðin eru bara rétt að byrja...
Sjáið hana!
Shrek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er þrælskemmtileg mynd. Enda fékk hún óskarinn sem besta teiknimyndin. Eddie Murphy er FRÁBÆR í hlutverki asnans málglaða. Ég hló mikið og skemmti mér vel yfir þessari mynd og kom í góðu skapi út úr bíóinu. Mynd sem allir verða að sjá.
Legally Blonde
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
(INNIHELDUR SPOILERA)Þetta er nú meiri dellan. Þetta er sú fyrirsjáanlegasta mynd sem ég hef séð. Söguþráðurinn er: Vinsæla, heimska ljóskan missir ''ástina í lífi sínu'' og ákveður að fara í laganám til að ná henni aftur. Þegar hún kemur í skólann er hann trúlofaður annarri stelpu. Ljóskan og kærasta stráksins verða óvinkonur og bla bla bla síðan hittir ljóskan annann strák og þau verða ástfangin bla bla bla þær verða vinkonur bla bla bla og verða á móti stráknum sem hún fór í skólann til að hitta bla bla bla og ljóskan verður besti nemandi skólans. Afskaplega klisjukennd mynd. Þessar stjörnur fá leikararnir sem eru fínir.
American Pie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er ágæt mynd sem er allveg hægt að horfa á og hlæja að.
En fyrri myndin var samt skemmtilegri. Sumir karakterarnir í myndinni voru í allt of litlu hlutverki finnst mér. Td. Heather og Vicky. Þetta er voða svipað fyrri myndinni, allgjör vitleysa sem er ágætt að horfa á þegar maður er í þannig stuði.
Pabbi Jims finnst mér allveg frábær og hann er einn skemmtilegasti karakterinn í þessari mynd. American Pie 2 er ágætis vitleysumynd sem er fínt að horfa á þegar maður er í þannig stuði.
Moulin Rouge!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
VÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!
Þvílík snilld. Þarna sameinast allt í einni mynd. Söngur, dans, tilfinningar, spenna, fyndni. Og þetta allt gerir Moulin Rouge að stórkostlegri upplifun. Þetta er ástarsaga um fátækan rithöfund og fallega gleðikonu sem verða ástfangin.
Nicole Kidman og Ewan McGregor sýna bæði stjörnuleik í þessari mynd sem ALLIR verða að sjá. Enda var Moulin Rouge tilnefnd til 8 óskarsverðlauna. Þetta er frábær mynd sem maður sekkur ofan í og gleymir sér allveg.
Dance with Me
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er klisjukennd og fremur óskemmtileg mynd.
Ég fór með vini mínum á hana í bíó og okkur leiddist svo mikið að við fórum út í hléinu.
Ef ykkur finnast suðuramerískar dansmyndir skemmtilegar þá mæli ég með því að þið takið hana á leigu.
En mér persónulega finnst hún fremur dræm.
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér finnst þetta góð mynd.
Hún er um hobbita að nafni Frodo (Fróði) sem fær að gjöf hring sem er í raun mjög illur.
Núna er það hlutverk Fróða að fara þangað sem hringurinn var gerður og eyðileggja hann.
Föruneyti hringsins leggur nú af stað til fjallsins Mordor og lendir í miklum háska á leiðinni.
Þetta er fyrsta myndin af þremur og ég get ábyrgst að ef að þið sjaið þessa þá langar ykkur að sjá hinar.
Ég hvet alla til að sjá þessa mynd og henni getur aðeins verið lýst í tveimur orðum...
MÖGNUÐ MYND!!!!!!!!