Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Rules of Engagement
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er kannski ekki rétti maðurinn til að kasta steini, þar sem ég fór út í hléi (eitthvað sem ég hef aldrei á ævi minni gert áður). Hins vegar finnst mér ég vera tilneyddur til að vara fólk við að fara á þessa mynd í blindni og trausti á leikara og leikstjóra, sem svo sannarlega mega muna sinn fífil fegurri. William Friedkin verður seint fyrirgefið fyrir að leggja nafn sitt við álíka bull, og Jones og Jackson ættu fara heim og skammast sín. Þrátt fyrir að hafa ekki þraukað út myndina fékk ég að heyra sögulok frá félaga mínum (sem hefur meira þol en ég). Ég get ekki annað greint en að boðskapurinn sem myndin skilji eftir sé þessi: "Það er allt í lagi að myrða 83 Jemena undir ákveðnum aðstæðum en gæta skal ýtrustu varkárni og valda ekki truflun á friði." Jæja já. Eitt enn......Samuel L. Jackson segir: "Takið Ameríska fánann með yður, hvert sem förinni er heitið".
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei