Gagnrýni eftir:
Spice World
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hef ekki séð annað eins rugl. Hverjum datt í hug að gera þessa mynd, það væri kannski allt í læ ef einhver tilgangur væri í þessari mynd en þetta var bara tómt rugl sem svona 10 manns sem hafa séð myndina hafa gaman af, ekki fleiri. Ég get allavega sagt það að ég mæli eindregið með því að þú sjáir þessa mynd EKKI!
American Pie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Geðveik! Það er ekki hægt að segja annað. Þetta er bara frábær mynd, ég gæti farið aftur og aftur og aftur og aftur á hana. Alveg einstök mynd, aldrei hef ég séð svona góða gamanmynd og það með nánast óþekktum leikurum. Hrein snilld, ég get ekki sagt annað. Pottþétt fjórar stórar stjörnur.
There's Something About Mary
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er ein besta gamanmynd sem ég hef séð, það er komið eitt ár frá því að ég sá hana fyrst, og ég er enn hlægjandi. Cameron Diaz og Ben Stiller standa sig mjög vel í sínum hlutverkum og það er gaman að sjá Ben Siller loksins í svona frábærri gamanmynd og standa sig svona frábærlega.