Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Intolerable Cruelty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það var frábært að sjá hversu vel Clooney virkilega getur leikið, hann er ekki bara myndarlegur heldur einnig með þessa rosalegu takta sem ég hef aldrei séð hjá honum áður. Mótleikona hans frú Jones er svona að leika sitt venjulega hlutverk að mér fannst, táldregur karlmenn í gríð og erg. Henni fer það vel og veit hvað hún er að gera.

Myndin er sett upp sem grínmynd með ótrúlegum fléttum. Hún átti samt lægðir þar sem manni gat leiðst aðeins ( m.a. vegna þess að maður var búin að sjá mikið úr henni) Hinsvegar hugsar maður út alla myndina bara vááá hvað er í gangi, hún er svo spes í heildina séð.

Mér finnst frábært að sjá myndir sem eru sérstakar og spes, þess vegna átti þessi voða vel við mig. Öðrum gæti þótt hún leiðinleg og bara algjört rugl.

Þetta er þrátt fyrir allt babblið í mér, mynd sem engin má missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei