Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Resident Evil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætismynd fyrir alla sem vilja blóð og mannætur. Leikirnir eru á ýmsa vegu allt öðruvísi en myndin. Fullt af flottu efni sem ekki hefur sést áður á hvíta tjaldinu en ég var fyrir dálitlum vonbrigðum því ég hef spilað leikina og hélt að þessi mynd yrði allt öðruvísi. Tvær stjörnur fyrir góða hugmynd en að gera mynd eftir tölvuleikjum ætti bara ekki að aðhafast. T.d. Tomb Raider, svo leiðinleg mynd, ágætis ævintýri líkt og Resident Evil en ekki efni í kvikmynd. Allt í lagi að sjá þessa mynd, ágætis tímaeyðsla en þessa mynd horfir maður á í bíó eða a.m.k. dimmri stofu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jimmy Neutron: Boy Genius
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er hægt að lýsa þessari mynd með fáum orðum. Snilld! algjör snilld, skemmtileg teiknimynd mjög ólík öðrum myndum. Persónurnar eru allt öðruvísi t.d. stærri hausar, mjög skondið - þetta er svona eins og í tölvuleik, flottar asnalegar teikningar einhvernvegin. Góð mynd fyrir fólk á öllum aldri. Ég mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lara Croft: Tomb Raider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er nú bara ein af öðrum þessum ævintýraþvælum. Þessi mynd er hrikalega ýkt.. Eins og trailerinn þegar nöfnin kommu svona, endurtekin. Þeir eru líka að reyna að stæla Matrix, ótrúlegt. Tvær stjörnur fyrir ágætis bardagaatriði. - mæli ekki með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Knight's Tale
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á óvissusýningu í Borgarbíó á Akureyri fyrir stuttu og var þá þessi mynd sýnd. Í fyrstu var ég alls ekki spenntur yfir henni, en þegar hún var aðeins komin af stað þá fannst mér hún vera mjög góð. Þessi mynd er einfaldlega um fjóra alheimska gaura sem byrja að æfa sig í einhverjum (veit ekki hvað þetta heitir) hestaslagsmálum. Þar blanda þeir sig inn í alls kyns vandamál. Þið verðið bara að sjá myndina, það er nokkuð erfitt að lýsa henni. Þrjár stjörnur fyrir góða mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei