Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Frailty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa myndi í bíó vegna þess að það var uppselt á óvissusýningu sem að ég ætlaði á. Ég varð ekki vonsvikinn þegar að ég var búin að sjá þessa. Þetta er einn besti spennutrillir sem að ég hef séð hún kemur alltaf á óvart og maður veit aldrei hvað er að fara að gerast. Hún byrjar þannig að það kemur maður til FBA manns og segir honum að hann viti hver Guðshandarmorðinginn er og þegar hann fer að segja honum hver það er fer hann að segja honum sögu sem fjallar um mann sem telur sig eða fær viturn frá guði um það að hann skuli fara og drepa djöfla á jörðunni og að hann myndi fá þrjá hluti til að fjarlægja þá úr þessum heimi. Hann fékk hanska, járn rör og öxi. Hann notaði hanskan til þess að sjá ekki hvað djöflarnir hefðu gert við annað fólk í heiminum, hann notaði járn rörið til þess að rota einstæklinginn og síðan notaði hann öxina til þess að afhausa djöfulinn. Maðurinn sem fær vitrunina er leikinn af Bill Paxton og á hann tvo syni sem að eiga að hjálpa honum í því að drepa þessa djöfla.

+++(Annar sonurinn er maðurinn sem kom til FBI mannsins og er að segja honum þessa sögu. Hinn sonurinn á að vera guðshandarmorðinginn og hann á að vera dáinn og segir sonurinn að hann hafi drepið sjálfan sig vegna þess hve álgið var orðið mikið.)+++

Þegar Bill Paxton er kominn með djöfulinn heim til sín og ætlar að fara að drepa hann tekur hann af sér hanskana og snertir djöfulinn og sér hann þá hvað þeir hafa gert. Þetta er frumraun Bill Paxtons í lekstjórn og er hann í þessari mynd að reyna að koma því óorði af honum sem hefur komið á hann yfir hans leikferil eða það hann sé alltaf leiðinlegi kallinn ein og í Tru Lies og fleiri myndum. Hún er snilldarlega leikinn og þessi mynd fær mann til þess að hugsa. Hún fær 3 og hálfa stjörnu hjá mér en hún hefði fengið þá fjórðu ef hún hefði sínt meira blóð og þannig lagað en þá hefði hún kanski ekki verið leyfð í mörgum kvikmyndahúsum. Ef þið viljið vita hvort hann er að segja satt með það að hann hafi séð engil og sé að drepa djöfla eða hvort hann sé bara orðinn ruglaður og hann sé að drepa fólk sem honum líkar ekki. Mæli með þessari hún er vel gerð vel leikin í alla staði og gott plott. Drífið ykkur að sjá þessa

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Royal Tenenbaums
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Royal Tenenbams er grínmynd í hæsta gæðaflokki. Það er ekki hægt að setja hana í neinn grínmynda flokk því að þessi mynd er ekki lík neinni annari það verður bara að gera nýjan flokk fyrir hana. Þessi mynd hefur öðruvísi húmor í sér sem geri hana skemmtilega og maður veit aldrei hvað er að fara að koma. Þessi mynd er skipuð mörgum fræugm leikurum er fara þar fremst í flokki Gene Hackman(Crimson Tide), Gwyneth Paltrow(Sliding Doors), Ben Stiller(Zoolander),Bill Murray(The man who knew to little), Danny Glover(Lethal Weapon myndunum og Predtor 2) og síðast en ekki síst bræðurnir Luke Wilson(Blue Streak) og Owen Wilson(Shanghai Noon). Gene Hackamn er maður sem óttast að konan sín sem að hann er búin að vera gifur í mörg ár (en samt ekki saman) sé að fara að giftast öðrum mann (Danny Glover). Hann vill ekki hafa það þannig að hann reynir að koma sér aftur heim með því að vilja þekkja krakkana meira en þeir voru undrabörn þegar þau voru minni. Ben Stiller var með fjármálin á hreinu og hann var mjög ríkur á því hversu góður hann vara í að fjárfesta. Gwyneth Paltrow var bóka og leikrita höfundur af guðs náð og hafði selt fullt af bókum og leikritum en hætti síðan skindilega. Luke Wilson var tennis snillingur sem að hætti skindilega í tennis og fór út á sjó til þess að vera einn. Bill Murray er maður Gwyneth Paltrow, Owen Wilson er strákurinn sem að átti heima á móti fjölskildunni og var mjög fátækur. Hann var svo oft hjá þeim að hann var bara eins og 4 krakkinn á heimilinu. Þegar Gene lætur sem að hann sé veikur fær hann að vera heima hjá fjölskildunni sinni og allir krakkarnir koma heim og eru þar en sumum finnst hann vera svolítið grunsamlegur þarna á heimilinu. Síðan flækist sagan mjög mikið og margt gerist sem að manni hefði aldrei dottið í hug. Ég get eiginlega ekki sagt neitt mikið meira því að ekki vil ég eyðileggja fyrir ykkur myndina. Þetta er mjög góð mynd sem að ég mæli með ef ykkur langar að sjá eithvað nýtt og öðruvísi. Farið þá og takið þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jimmy Neutron: Boy Genius
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jimmy Neutron: Boy Genius er ein besta teiknimynd sem disney hefur gert síðan það byrjaði þetta er fyndin mynd sem maður verður að sjá. Hún fjallar um strák (jimmy) sem er svona vísinda strákur og er alltaf að finna eithvað nýtt upp. Hann á aðeins þrjá vini í öllum bænum og þeirra á meðal er einn þeirra vél hundur. Síðan nær hann sambandi við geimverur sem ráðast síðan á bæinn hans og stela öllum foreldrunum. Í fyrstu elska krakkarnir þetta en síðan fara þeir að sakna foreldranna. Tekur þá Jimmy til þess ráðs að byggja geimflaugar og allir í bekknum hans fara og reina að bjarga foreldrum sínum og gengur þá á ýmsu. Ég ætla ekki að segja ykkur hvernig þessi mynd endar og verðið þið þá að fara á hana í bíó eða að bíða eftir því að hún komi út á spól. Góð mynd fyrir unga sem aldna mæli með því að þig sjáið hana hvort sem þið eru með krakka eða ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saving Silverman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Evil Woman eða Saving Silverman eins og hún hét fyrst er mjög fín mynd um þrjá vini sem eru algjörir aumingjar og eru með hljómsveit þar sem þeir klæðast asnalega og spila tónlist sem þá langa til. Eitt kvöldið eftir að þeir eru búnir að spila fer karakterinn hans Jasons Biggs og reynir við flotta stelpu á skemmtistaðnum sem að þeir voru á. Eftir nokkra daga þá byrja þau saman og hún ræður allveg yfir Jason Biggs hún leyfir honum aldrei að vera með vinum sínum sem henni finnst vera alltof aulalegir (vinir hans eru leiknir af Jack Black og Steve Zahn) Vinir hans reyna þá að tvístra sambandinu með öllum ráðum. Ég mæli með þessari mynd ef ykkur finnst Jack Black og hans myndir góðar hann er alveg frábær í þessari og ef ykkur finnst hans húmor góður mæli ég með því að þið farið út í næstu sjoppu og leigið þessa mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
3000 Miles to Graceland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég horfði á þessa mynd á spóla og hélt að þetta væri ágætis mynd hún var með fínt plott en síðan þegar ég fór að horfa á hana fannst mér hún byrja vel en þegar ránið er búið dettur myndin langt niður. Þessi mynd er altof langdregin hún er í kringum 2 klukkutíma og það hefði verið hægt að gera þetta að stuttmynd eða réttrúman hálftíma. Eins og ég segi hún er góð í byrjun dettur niður en síðan kemur fínt skotbardaga atriði í enda myndarinna fyrir byrjunina og endan fær hún þessa einu stjörnu og með þessari mynd heldur Kevin Costner sig á þeirri braut sem að hann hefur verið eða á frekar lélegum myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei