Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Heppnaðist vel
þetta er fyrsta myndin um galdrastrákinn Harry potter og mér finnst hún hafa heppnast frekar vel, (svolítið barnaleg en alveg fín).

Aðalleikararnir standa sig ágætlega miðað við aldur(og djöfull eru þau mikil krútt ;D), finnst Rupert samt bestur af þeim.

Handritið er svona lala svoldið ýkt en alveg fínt.
Tónlistin hjá John Williams er líka mjög góð og nær að búa til svona ævintýralegan fíling.
Tæknibrellurnar eru fínar miðað við hvað myndin er gömul en þær þóttu örugglega mjög góðar á sínum tíma.

Myndin hefur rosalega gott flæði og manni leiðist aldrei þrátt fyrir að vera rúmlega tveggja tíma mynd.

7/10
p.s. forðist að horfa á hana á íslensku!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Tourist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
meh
Ég verð að segja að The Tourist er ekki góð mynd, hún er algert miðjumoð og bara mjög gleymd mynd, t.d. ef þú spyrð einhvern um það hvort hann hafi séð þessa mynd, þá hefur hann oftast ekki heyrt um hana.
Þessi mynd er alveg skemmtileg en hún er bara svo illi gerð, illa leikin og bara allt.
Plottið í endann var líka ömurlekt það vissu allir -SPOILER- að Jonny Depp væri kærastin. -SPOILER END-
Það sem pirrar mig mest er að þessi mynd fékk 3 golden-globe tilnefningar wtf!! fyrir bestu gamanmynd og bestu leikara: Angelinu Jolie og Jonny depp, það er það mesta bull sem ég hef heyrt!!
The Tourist er bullandi miðjumoð sem er löngu gleymd.
5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Avatar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
tæknibrellur og lítið meira
Þegar ég sá þessa myndi í bíó þá fannst mér hún geðvek, en síðan fór ég að hugsa um hana og fattaði að hún er bara með tæknibrellur og lítið meira, ég horfði á hana aftur og já, þetta var rétt, mér hálfvegin leiddist.
Leikararnir eru flestir mjög góðir og ná að vinna mjög vel með handritið sem var alveg fínt.
Þessi mynd er með frábærar tæknibrellur, góða leikara en lítið meira.
6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman Forever
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Afhverju, ég spyr afhverju þurfti Joel Schumacher að leikstýra þessari mynd, hann eiðilagði næstum Batman seríuna sem Tim Burton hafði byrjað á með stæl.
Þessi mynd er svo kjánaleg og barnaleg með þessum litríku sirkusljósum og ROSALEGUM ofleik.
Gotham city er miklu bjartari hérna heldur en í Tim Burton myndunum, en Tim náði að gera soldið flotta og drungalega borg.
þessi mynd er full af einhverjum rosalega kjánalegum senum af Batmanbílnum að keyra upp veggi o.fl. (en það atriði er eitt það kjánalegasta sem ég hef séð í bíómynd).
Leikararnir eru flestir ömurlegir en Tommy Lee Jones er örugglega bestur þrátt fyrir rosalegan ofleik.
Sem betur fer náði Crish Nolan að bjarga seríunni með frábærum myndum.
5/10 :(
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Due Date
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Due date er alveg fáranlega planes, tranes and automobiles en þrátt fyrir það er hún bara helvíti fyndin og skemmtileg.
Zack G..... er frekar pirrandi í þessari mynd þrátt fyrir að eiga alla helstu brandarana og er nákvæmlega sami karakter og í Hangover.
Robert Downey er eiginlega bestur í þessari mynd og heldur henni uppi.
Þrátt fyrir að vera soldið klisjukend og fyrirsjáanleg er hún mjög skemtileg og ég mæli með henni fyrir alla sem fýluðu the Hangover. :)
7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Due Date
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Due date er alveg fáranlega lík planes, tranes and automobiles en þrátt fyrir það er hún bara helvíti fyndin og skemmtileg.
Zack G..... er frekar pirrandi í þessari mynd þrátt fyrir að eiga alla helstu brandarana og er nákvæmlega sami karakter og í Hangover.
Robert Downey er eiginlega bestur í þessari mynd og heldur henni uppi.
Þrátt fyrir að vera soldið klisjukend og fyrirsjáanleg er hún mjög skemtileg og ég mæli með henni fyrir alla sem fýluðu the Hangover. :)
7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Social Network
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
tjah
Þessi mynd er alveg fín en rosalega ofmetin.
það eru allir að tala um að þessi mynd sé algert meistaraverk en hún er bara ágæt afþreying.
Jessie Eisenberg er frekar pirrandi sem Mark Zuckerberg en annars eru hinir leikararnir alveg fínir.
Kannski horfði ég á hana með of miklum væntingum.
Þannig að stillið væntingarnar rétt og fáið góða afþreyingu.
6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei