Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Inception
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Draumamynd
Þegar ég fór á Inception sl. miðvikudag, stillti ég væntingar mínar á mjög lágt stig. Og hvað fékk ég? Ég fékk sjokk, ég var gjörsamlega orðlaus eftir myndina. Allt við þessa mynd hvað varðar, leikstjórn, handrit, stíl, myndatöku, tæknibrellur, tónlist og klippingu myndarinnar er bara hreint út sagt stórkostlegt! Christopher Nolan er enginn slúttari og reynir að hafa hana sem mest vandaða og á meðan flotta. Maðurinn bara getur ekki klikkað.

Vill líka þakka öllum sem áttu einhvern þátt í þessari mynd (listaverki?), greinilegt að allir gerðu sitt besta. Myndin er samt mjög flókin og skilur eftir sig margar spurningar, sem er samt ekkert nema bara gott. Augun voru allan tímann límd við skjáinn og hún er ótrúlega frumleg. Það er nefnilega handritið sem felst í því hversu frumleg hún er. Ef maður spáir út í það hversu erfitt er að geta gert svona langt og vel skrifað handrit, þá finnst manni alveg ótrúlegt hvernig hann fór að því að framleiða þetta!

Allir leikararnir eru mjög góðir, en þó nokkrir sem standa upp úr. Leonardo DiCaprio fer mjög vel með aðalhlutverkið og er ekkert of alvarlegur né of væminn. Hann stendur sig með prýði með þetta stóra og víðamikla aðalhlutverk. Marion Cotillard er líka frábær og einstaklega ógnvekjandi á tíðum. Ellen Page er eiginlega bara áhorfandi myndarinnar, en stendur sig samt sem áður vel og alveg þvílíkur munur að sjá hana leika þarna frekar enn úr fyrri myndum. Cillian Murphy fer gjörsamlega að mínu mati á kostum með hlutverk Fischer, hann er á milli þess að vera eitursvalur og mjög alvarleg týpa. Hentar honum mjög vel. Joseph Gordon-Levitt og Tom Hardy eru mjög fyndnir og góðir sem þessir melo-gæjarnir. Ken Watanabe er að mínu mati síðstur af þeim, en samt sem áður fínn og er alls ekki slæmur.

Stíll myndarinnar klikkar ekki og finnst mér hann henta þessari mynd prýðilega. Klipping, tónlist, tæknibrellur og myndataka er bara allt til fyrirmyndar, og svo ég minni á það þá vantar ekki hasarinn. Hann kannski er fremur lítill í fyrri hluta myndarinnar, en í seinni hlutanum er bara eitt stórt hasaratriði. Svo er endirinn svo guðdómlega góður að það kom bara ein stór gæsahúð, án efa einn flottasti og fallegasti endir sem ég hef nokkurn tímann séð.

10/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Black Sheep
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kindurnar eru gáfaðri en við höldum!
Jahá.. Hvar á ég að byrja? Til að byrja með þá er þetta alls ekki hryllingsmynd sem tekur sig alvarlega, heldur hryllingsmynd sem á að hlæja að. Í stað þess að nota einhverja zombie-a eða e-h slíkt í þá átt, nota þeir kindur, og að mínu mati er hún sprenghlægileg. Hún hefur nánast engan tilgang, nema að hópur af fólki er að reyna að sleppa frá þessum blóðþyrstum skepnum, eða þannig lýsir hún sér.

Myndin er gerð í Nýja-Sjálandi í stóru umhverfi þar sem margar kindur er notaðar. Þessar kindur eru náttúrulega svo vitlausar greyin að það er ekki annað en hægt að hlæja af þessari ræmu, sérstaklega að nota þær sem stökkbreyttar verur sem reyna að éta hold annarra fólks. Myndin nær aldrei að hræða mann á neinn hátt, heldur er hún bara hlægileg, á góðan hátt.

Myndin er nokkuð hraðskreið, en missir aðeins dampinn um miðpunkt myndarinnar. Svo er lokakaflinn virkilega ferskur (ekkert smá epískt lokatriðið!). Svo ef við förum yfir leikarahópinn er hann þá bara nokkuð fínn, Nathan Meister fer vel aðallhlutverkið, skemmtilegur sem þessi dauðhræddi karakter. Og er Peter Feeney frábær sem þessi kindaáhugamaður og á hann nokkrar sprenghlægilegar setningar. Aukaleikarar gera svo sitt.

Þetta er lagleg vídeómynd á góðu laugardagskvöldi, ef þér líkar við súrar myndir. Hún er skemmtileg, drepfyndin, hraðskreið, frekar tilgangslaus, og mjög súr. Ég hló mikið af þessari og var hún virkilega fersk. Gleymdi reyndar að taka það fram að handritið er misgott, stundum frábært en stundum slappt. En allt í öllu er þetta bara fínasta ræma. Mæli með þessari.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei