Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Sherlock Holmes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ritchie stóð fyrir sínu.
Sem mikill Guy Ritchie aðdáandi þá fannst mér erfitt að gera mér ekki svolitlar væntingar til myndinnar. Hann stóð sig nú þó nokkuð vel með RocknRolla en Sherlock Holmes er það besta sem hann hefur gert eftir Madonnu hef ég trú á. Ef þú fílaðir Lock Stock og Snatch þá finnst mér ólíklegt að þú verðir svikinn af Sherlock Holmes, maður finnur fyrir stílnum hans Ritchie í myndinni, klárlega.

Leikaravalið er heldur ekki amalegt, frábært að sjá Robert Downey Jr. vera gera svona góða hluti, hann túlkar Sherlock á mjög skemmtilegan hátt og gerir úr Sherlock frábæran karakter, hann og 'Sidekick-ið ' hans Sherlocks, Dr. Watson ( Jude Law ) mynda frábært tvíeyki sem maður getur ekki haft annað en gaman að og ótrúlegt hvað Jude Law tekst að láta Downey skyggja ekki á sig eins og maður býst svolítið við þar sem Downey er rosalegur . Það er hálf erfitt að líka illa við Mark Strong í hlutverki sínu af því hann er einfaldlega of svalur eins og þeir vita kannski sem hafa séð hann sem Archy í RocknRolla. Þó skilaði hann hlutverki sínum sem vondi gæinn mjög vel. Leikararnir stóðu sig bara yfir höfuð vel!

Myndin sjálf inniheldur góðan söguþráð sem býður upp á margt skemmtilegt og heldur manni við efnið. Húmorinn var alls ekki síðri, stóð fyrir sínu og var í góðu magni. Ég bjóst þó við meiri hasarsenum þar sem mér þótti sýnishornið gefa það eitthvað til kynna en þau voru færri en ég hélt en þrátt fyrir það voru þær líka betri en ég hélt og að hafa ekki of mikið af hasarsenum fer líka myndinni mikið betur tel ég.

Ef þú ert að leita að góðri skemmtun, sérstaklega ef þú þekkir til Guy Ritchie (þótt hann hafi ekki skrifað handritið reyndar ) þá er Sherlock Holmes myndin, hún er enginn ' Detective ' þáttur á stöð eitt en heldur ekkert ýkt eins og CSI. Hún er fullkomin blanda sem fer aldrei of langt í aðra hvora af þessum áttum heldur í sína eigin.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei