Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Curious Case of Benjamin Button
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Talandi um að hafa farið öfugu megin úr rúminu um morguninn.. Hvað þá að fæðast öfugu megin á lífsleiðinni?
Myndin fjallar um barn sem fæðist alveg afspyrnuljótt og er skilið eftir á dyraþrepi gamlingjahælis. Það er tekið í fóstur þar og en barnið fittar vel þar inn þar sem að fjögurra ára aldri líkist það 80 ára grænmetishaus.
The Curious Case of Benjamin Button lýsir hans lífsleið í gegnum frásögn dagbókar hans sem er í vörslu elskhuga hans sem er þá á dánarbeðinu.
Það er vægast sagt allt frábært við þessa mynd. David Fincher er í essinu sínu og sjálf fannst mér Brad Pitt verulega góður. Nú er bara að bíða og sjá hvaða Óskara þessi frábæra mynd hreppir, en hún er eins og flestir vita tilnefnd til 13 Óskarverðlauna.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taken
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hmm, góð spennumynd?
- Já, góð spennumynd.

Þetta er fínasti hasar, góðar línur sem aðalhetja myndarinnar fer með af mikilli prýði. Liam Neeson tekur aðalhlutverkið alveg í gegn. Fyrrum leyniþjónustumaður gefur 17 ára dóttur sinni leyfi til þess að fara til Parísar með vinkonu sinni að 'skoða söfn'. Dóttur hans er rænt og fjallar myndin um hann að finna dótturina aftur. Hasar sem sýnir vel glæpastarfsemina sem er í gangi í heiminum í dag. Ég er mjög sammála fyrri umfjöllunum um að þessi mynd gleymist fljótt; var varla búin að slökkva á skjánum þegar ég gleymdi hvaða mynd var í tækinu. Sé þó alls ekki eftir því að hafa leigt hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Wanted
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Enn ein bandarísk hasarmynd?

Wanted? James McAvoy, Angelina Jolie og Morgan Freeman, plús alveg mjög svo ófrumlegt dvd-hulstur.. Þegar ég stóð fyrir framan þessa mjög svo óaðlaðandi mynd í aumri vídeóleigu Lindahverfisins var ég búin að ákveða söguþráðinn áður en ég las aftan á hulstrinu. Jæja, án þess að vita nokkuð um hvað þessi mynd fjallaði ég um, borgaði ég 600 krónurnar og dreif mig heim til þess að sofna yfir enn einum amerískum hasarnum. Mikið er ég glöð að ég var eins vitlaus og maður ætti í raun ekki að vera; Þessi mynd er mjög kúl og ég mæli einnig hiklaust með henni!

Þessi mynd sló mig alveg út af laginu, því hún var mjög góð og ein af þessum myndum sem að virkilega pullar hraðann og nýjungatækni byssugeirans. Byrjunin minnti mig mikið á Fight Club, hvernig McAvoy nær alveg þessum ‘given-up, loser tone’ sem einkennir Norton í þeirri mynd. Venjulegur endurskoðandi, eða hvaða lousy vinnu hann vann nú við, breytist líf hans Wesley Gibson snögglega þegar honum er tilkynnt af dularfullri konu, Fox að faðir hans hafi verið myrtur og hann væri í raun fæddur drápari, og hans örlög séu að ganga í bræðrafélag sem gengu út á það að drepa fyrirfram ákveðið fólk af örlögunum sjálfum. Hann byrjar stranga þjálfun með einum höfuðtilgangi; að finna morðingja föður síns og drepa hann. Mun honum takast það?

Mér finnst mjög gaman að spá fyrir um endi mynda eftir fyrstu fimm mínúturnar og Wanted var engin undantekning. Ég spáði.. og hafði rangt fyrir mér. Myndin tók allt öðruvísi stefnu heldur en ég hafði getað trúað.. High-rated eða ekki, ég gef þessari mynd 8 af 10 mögulegum einfaldlega vegna þess hversu mikið hún kom mér á óvart.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
-
Á drungafullu kvöldi Gotham ganga skelfd hjón með ungan son sinn í gegnum dimmar götur borgarinnar á leið heim frá kvikmyndahúsinu. Órýndur borgari áreitir þau en þegar þau bregðast illa við, ræðst sá með glæpafélaga sínum á fjöldskylduna og rænir þau. Skúrkarnir eru að hlaupa á burt með peninga þeirra og skartgripi öskrandi mömmunnar þegar allt í einu, frá skýjuðum himni flýgur sönn upprennani hetja; Batman. Áframhaldið kemur nú ekki mikið á óvart, Batman lemur þorparana í klessu og skilur þá eftir handa lögreglunni. Á sama tíma og Batman er að verða þekktur sem verndari Gotham, er milljónamæringurinn Bruce Wayne að finna sig í lífinu og fellur fyrir Vicky Vale, blaðaljósmyndara sem þráir í laun Batman sjálf. Þríhyrningurinn flækist þegar spillt lögregla borgarinnar ásamt Jókernum sjálfum reyna hvað þau geta til þess að handsama Batman og drepa en á millileiðinni fellur Jókerinn einnig fyrir Vicky Vale og ljósmyndum hennar. Hvernig mun Bruce Wayne og Batman takast að tvinna ólík hlutverk sín í lífinu saman, bjarga stelpunni og sigra vonda gaurinn? Batman er ein af þeim fáu kvikmyndum sem ég man eftir frá æsku minni. Þetta meistaraverk nær manni frá upphafi til enda, neglir mann niður í gólfið þar sem maður á sér enga undankomuleið aðra en að stara stóreygður á skjáinn. Meistaraverk Tim Burtons sem gleymist seint úr minnum manna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei