Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Wrong Turn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það var mánudagskvöld og frídagur verslunarmanna í þokkabót. Ég hafði ekki mikið að gera og ákvað því að skella mér í bíó. Ég var næstum búinn að skipta um skoðun því ég hafði ekki áhuga á því að sjá neina af þessum myndum sem eru til sýnis núna nema nokkrar sem ég er þegar búinn að sjá. En það er ein mynd sem ég hafði ekkert heyrt um og hún hljómaði frekar leiðinlega þegar ég las um hana en ég fór samt á hana. Ég lifði mig strax inní myndina, var að deyja úr spennu allan tímann, mér brá í öllum bregðusenum og öskraði meira að segja í einu og skemmti mér bara þokkalega vel á þessari mynd. Ég held að þeir sem eru fyrir spennu og smá hrylling ættu alls ekki að láta þessa mynd framhjá sér fara.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei