Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Jumper
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Kom skemmtilega á óvart!
Mig langaði til að koma þessari mynd til bjargar í formi gagnrýnanda. Ég hef ekki séð neina umfjöllun nema neikvæða sem mér finnst persónulega skrítið. Myndin kom skemmtilega á óvart og sat ég sem fastast yfir henni og hlakka meira að segja til eftir framhaldinu, ef það kemur þá! Hayden Christensen finnst mér vera góður í þessari mynd þó sumir segja að hann sé ofmetin. Þið sem sáuð myndina " Life as a house " vitið vel að hann getur leikið en endilega gleymið honum í Star Wars! O.C. stelpan Rachel Bilson er mjög eðlileg í þessu hlutverki annað get ég sagt um hann Samuel L. Jackson sem er orðinn frekar þreyttur sem leikari en plummar sig þó í gegnum þetta litla hlutverk. Þessi mynd fær góðar 2.5 stjörnu hjá mér og mér leiddist aldrei á myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei