Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Superhero Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Superhero Movie
Verð að segja að ég sé sammála Arnari, með það að hér sé aðallega verið að gera grín af Spiderman og þá aðallega Spiderman 1. En samt mér hún nú betri en ágæt, mér fannst þessi mynd vera bráðskemmtileg á köflum allavegana.

Með aðalhlutverkið í þessari bráðfyndnu mynd fer Drake Bell og leikur hlutverk Rick Riker og væntanlega þá Dragonfly líka.

Þessi myn hentar ekkert smá vel fyrir leikarann Leslie Nielsen því að þessi mynd er akkúrat mynd fyrir hans einkahúmor, það ættu nú flestir að þekkja einkahúmor Leslie Nielsen.

Þarna sést líka leikkonan Sara Paxton og hún fer með alveg frábæran leik í þessari mynd.

En já þar sem þessi mynd kemur á DVD núna 07.08.08 eða 7. Ágúst næstkomandi þá langaði mig að skrifa svona aðallega til að segja ykkur að ég mæli með þessari mynd og endilega kaupa hana þegar hún kemur út :)

Hún fær 8/10 frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frá mér
Þessi mynd er svolítið öðruvísi en hinar Indiana Jones myndirnar. Þessi mynd fær 7.0 frá mér í einkunn, hún lækkaði aðallega í einkunn fyrir lélegar tæknibrellur og Spielberg missir sig stundum aðeins of mikið í bölvuðum geimverunum sínum. Þessar geimverur eru ekki alveg að makea það. Líka fannst mér konan sem var alltaf í gráa búningnum vera svo böggandi, ég fékk alltaf í augun á því að horfa á hana.

Rumpur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frá mér
Þessi mynd er svolítið öðruvísi en hinar Indiana Jones myndirnar. Þessi mynd fær 7.0 frá mér í einkunn, hún lækkaði aðallega í einkunn fyrir lélegar tæknibrellur og Spielberg missir sig stundum aðeins of mikið í bölvuðum geimverunum sínum. Þessar geimverur eru ekki alveg að makea það. Líka fannst mér konan sem var alltaf í gráa búningnum vera svo böggandi, ég fékk alltaf í augun á því að horfa á hana.

Rumpur
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
National Treasure: Book of Secrets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Geðveik mynd !
Hérðu, ég á nú reyndar heima á Akureyri en ég fór á frumsýningunna af því að ég er búinn að bíða eftir þessari mynd sko .. Það var gjörsamlega STAPPAÐUR salur, ég segji þetta því að það eru nú yfirleitt ekkert margir á frumsýningum sem ég hef farið á en þessi .. Maður gat varla andað þegar að maður var að bíða eftir því að komast inn ! !
En já, Nicholas Cage kemur aftur í þessari mynd sem Ben Gates og núna vantar átján brenndu blaðsíðurnar í dagbók Thomas Gates. En á Ben var að segja öllum frá þessum tíma þegar að maður sem er á sýningunni stendur upp með eina af brenndu blaðsíðunum, eða þeirri einu sem að var náð að bjarga úr eldinum. Þá fer Ben að skoða þetta og ætlar að sanna sakleysi Thomasar Gates með því að finna Gullborgina.

Hafði ekkert annað að gera svo að ég skellti þessu bara hérna inn.
Þessi mynd fér 9 stjörnur frá mér og ef ykkur fannst National Treasure 1 góð, þá er þessi ekki verri.

- Valgeir Andri .
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
National Treasure
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð Spurning ...
Já, mér finnst þetta alveg drullusæmileg mynd. Eða reyndar er hún mjög góð nema allan tímann var maður að bíða eftir einhverju spennandi að gerast en það gerðist aldrei. Eða þá er ég að meina að svona í spennuhlutmarki byrja flestar spennumyndir svona á 25 og fara svo alveg upp á 75 - 80 og detta svo niður í svona 10. En þessi mynd var bara 50 allan tímann. Það er alveg hægt að finna vetri myndir en þessa en mér finnst hún nú eiga fleiri stjörnur skilið heldur 1 og hálfa eins og sumir hafa verið að gefa henni. Ég veit að ég er seinn að skrifa um þessa mynd en það er þess virði þar sem að nýja myndin eða : National Treasure Book Of Secrets kemur eftir fjóra daga maður. Ég skírði þessa umfjöllun : Góð spurning því að spurningin er sú hvort að það sé þess virði að fara á nýju og ég segji tvímælalaust að svarið sé já. Reyndar er það alveg rétt hjá sumum ykkar að það vantar aðeins meira hasar í þessa mynd, vona að þeir hafi lagað það í nýju myndinni eða það hlýtur að vera eða vonandi því að hún er skráð inn sem Gamanmynd og Spennumynd. Mér líst helvíti vel á hana eftir þessa.

Látum þetta næja. En allavegana þið þá mundi ég skella mér á National Treasure Book Of Secrets.

- Andrii
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei