Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Avatar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Takk, Mr. Cameron
Næst þegar grámygla hversdagsleikans þjakar mig get ég lokað augunum og ferðast í huganum til Pandóru.

Þvílíkur heimur sem Cameron hefur skapað, það liggur við að manni hafi fundist söguþráðurinn þvælast fyrir og viljað helst bara fylgjast með daglegu lífi Na'vi veranna í þessum fallegasta heimi sem ég hef séð í kvikmynd. Ég var ekki alveg að kaupa þessar verur í auglýsingum á myndinni en eftir að sagan er komin vel af stað eru þær orðnar algjörlega sannfærandi og jafnvel kynþokkafullar líka.

Ég hefði að vísu viljað sjá eitthvað annað en hina týpísku græðgi mannkyns fléttast inn í söguþráðinn og vona bara að ef gerð verður önnur mynd í þessu umhverfi að þá verði öllu svona amerísku hernaðarbrölti sleppt. Það er af nógu að taka til að búa til frábærar sögur í þessu umhverfi á Pandóru.

Ég sá myndina í 3D og ætla aftur á hana í 3D, ekki spurning.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei