Gagnrýni eftir:
Scent of a Woman
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Rosalega fín og góð mynd þar sem maður byrjar að þykkja vænt um persónunar í myndinni. Einstaklega vel leikinn mynd og hugljúf enda fékk Al Pacino Óskarinn í henni. Ég fer ekki af því að Al Pacino er einn besti leikarinn í kvikmyndasögunni og fyrir alla Pacino aðdáðendur þá er þessi mynd skyldueign í safnið, en ég myndi segja að þessi mynd er bara fyrir alla. Top mynd
The 40 Year Old Virgin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hafði heyrt rosa hluti um þessa mynd, var einn af þeim sem fór ekki á hana í bíó og allir búnir að segja að hún hafi verði geggjað fyndin og góð, þannig að mér fannst ég vera neiddur til að taka hana þegar hún kom á vídeó og mér fannst ekki mikið var í þessa mynd, jújú maður hló mikið en þessar 2 stjörnur sem hún fær er bara fyrir húmor. Þetta er fínasta grínmynd og ekki meira en það
Jarhead
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar þið sjáið þessa mynd ekki búast við neinni stórmyndi því að þá verðið þið fyrir svolitlum vonbrigðum. Þegar ég fór á þessa myndi þá vissi ég lítið sem ekkert um hana og bjóst við stórmynd og miklum látum, en þvert á móti þá er þetta voða róleg mynd, þó svo að ég varð fyrir vonbrigðum þá hélt hún mér alveg við sem er gott. Jamie Foxx fer með góðan leik eins og alltaf, núorðið, Jake Gyllenhaal skilaði sínu hlutverki sómasamlega. Eins og ég sagði það var ekkert allt of mikið að ske í þessari mynd, en það var eitt sem ég var mjög hrifinn af sem var að þarna sýnir Sam Mendes að það allir hermenn eru ekkert hetjur, ég þoli ekki hvernig bandaríkamenn koma fram við þetta fólk sem skráir sig í herinn, þetta eru ekkert neinnar hetjur, bara venjulegt fólk.
Bowfinger
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ömurleg mynd, Steve Martin hefur nú ekki alltaf verið að leika neina óskarleik, en þarna fer hann niður fyrir sjálfan sig, hreint sagt ömurlegur leikur í þessari mynd. Söguþráðurinn er ömurlegur ég skil ekki afhverju þetta fólk fór og lék í þessari myndi því að mér finnst hún vera svarturblettur á leikferill fólks þarna. Mæli frekkar með að þið gott fólk sitjið bara inní stofunni ykkar og horfið uppí loftið frekkar en að horfa á þennan horbjóð
Blow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín afþreyng þessi myndi, hún fjallar um eiturlyfjasmyglara hann Geogre og hans líf. Það var gaman að sjá þessa mynd en eins og ég segi lítið sem situr eftir í manni eftir hana, pínu langdreginn á köflum maður veit ekki hversu mikið er sannsögulegt í þessu en það gerir myndina meira spennandi fyrir vikið að hún á að vera sannsöguleg. En meistari Johnny Depp fer á kostum, hreint sagt stórkostlegur leikari
Napoleon Dynamite
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög sérstök mynd þar sem flestir leikaranir þarna eru algjörlega óþekktir. Þessi myndi fjallar um þennan strák Napoleon Dynamite, sem er algjör lúði en sér samt ekki lífið sitt í réttu ljósi og heldur hann að hann sé bara eðlilegur strákur sem á mjöguleika í flottustu stelpurnar í skólanum sínum. Þessi mynd fjallar eingöngu um þennan strák og fólkið í lífinu hans, þeim spinnar frábærum karekterum þar sem bróðir hans fer á kostum og það eru mörg atriði í myndinn þar sem maður gjörsamlega missir sig í hláturskasti, mæli eindregið með þessari því að hún er meistaraverk
Reservoir Dogs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þeir sem eru fyrir svalarmyndir, drífið ykkur að kaupa þessa mynd því að þetta er ein sú svalasta sem ég hef séð. Það sem einkennir Quentin Tarantino finnst mér að allar hans myndir er svalar og í myndunum hans eru svalar persónur, örugglega gaurar sem hann myndi vilja vera. Mörgum finnst þetta vera sísta myndinn hans en mér aftur á móti finnst þetta vera 1 af 2 bestu myndum hans.
The Cable Guy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er þvílík snilld, en ekki samt fyrir alla. Svolítið öðruvísi húmor í henni eins og Ben Stiller er einum lagið. Þegar þeir voru að slást á Midelagetime´s þá gjörsamlega missti ég mig. Jim Carrey fer hreinlega á kostum í þessari stórfyndnu mynd
Bad Boys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis mynd svo sem, Will smith og Martin Lawrence fara með ágætis leik hér, nettur húmor og ágætisspenna á köflum, fín þynkumynd
Brown Sugar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki vel leikinn mynd og ef að ég væri þið þá myndi ég ekkert vera að eyða tíma ykkar í að horfa á þetta. Taye Diggs sem mér finnst vera ágætis leikari er ekki að gera gott mót þarna. Þessi mynd fjallar um fólk sem er að fóta sig í lífinu og vil helga lífi sínu um hipp hopp og þau vilja vera saman og einhvern veginn verða þau að gera vesen útur því á að vera rómantísk gaman mynd en er bara rómantísk leiðindarmynd
Munich
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Munich er ein af þeim stórmyndum sem eiga eftir að koma út á þessu ári, það þýðir að þið gott fólk þurfið að drífa ykkur í bíó á þessa stórgóðu mynd. Þetta fjallar um þegar Ísraelsmenn á ólempíuleikunum voru drepnir og Ísraelsþjóðinn vill hefnigu en samt má enginn vita að því og því fær Ísraelsstjórninn menn til að drepa þessa óþokka sem stóðu fyrir atburðinum í Munich. Mér fannst Eric Banan fara á kostum eins og flest allir leikarar í þessari mynd og þar að auki er meistari Steven Spielberg að leikstýra þessari mynd sem er áskrift að stórmynd sem og frábæri. Daniel Craig er mjög góður, þetta var firsta stórmyndinn sem ég sé með honum, veit ekki alveg hvernig hann kemur út í Bond hlutverkinu. En þessi er rosagóð mæli með að þið drífið ykkur í bíó
Elf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Will Farrell aðdáðendur þið verðið að sjá þessa!!! Elf er í sjálfum sér ekki góð mynd en húmorinn í henni er hreint sagt ótrúlegur, þið hlægið ykkur máttlausan. Buddy, karekterinn sem Farrell leikur, elst upp á norðurpólnum og þegar hann fréttir að hann er ekki álfur eins og allir hinir fyrir utan jólasveinninn þá ákveður hann að fara til New York að leita að pabba sínum og finnur hann og þetta leysist bara uppí bráðskemmtilega mynd og eitt að því besta sem Will hefur gert og mun vera erfitt fyrir kappann að toppa þennan leik hjá sér
Lost in Translation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ekki þessi stórmynd sem ég bjóst við að sjá, allir búnir að segja við mig að sjáðu hana drengur, þannig að ég tók hana og keypti mér hana í rauninni, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum, fín til að byrja með en endar rosalega heimskt, ég er ekki nógu sáttur með hana. En Bill Murray er mjög góður eins og alltaf, en endirinn eyðilegur allt
The Wedding Singer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög góð mynd þar sem Adam Sandler fer á kostum, þar leikur hann söngvara sem er ekki alveg að meika það en stendur fyrir sínu í brúðkaupum og er mjög vinsæl þar og spinnist þetta uppí rómantíska gamanmynd (sem ég er ekkert rosa fan á) og þar spilar skemmtileg tónlist inní og mæli ég eindregið á það að ef að þið eruð ekki búinn að sjá hana þá drífið ykkur uppá leigu eða bara í einhverja búð og kaupið hana því að þetta er mynd sem þið viljið sjá aftur